Örvitinn

SOAD - Vísindi hafa brugðist

System of a down er snilldarband, það verður ekki af þeim tekið. Reiðir menn með ákveðnar skoðanir.

Verst að þetta eru trúarnöttarar :-P

Hvað um það, lag dagsins, er Science af plötunni Toxicity. Magnað lag - ömurlegur texti, sem inniheldur afar kunnuglegt umkvörtunarefni trúmanna og afstæðissinna. En ég læt bandið ekki gjalda fyrir það og nýt tónlistarinnar í botn þrátt fyrir vitleysuna. Prison song enda með einn magnaðasta texta sem ég veit um.

Skrítið að þetta sé ekki fyrir löngu orðið þemalag íslenskra guðfræðinga :-)

Texti lagsins:

Making two possibilities a reality
prediting the future of things we all know
fighting off the diseased programming
of centuries, centuries, centuries, centuries
Science fails to recognise the single most
potent element of human existence
letting the reigns go to the unfolding
is faith, faith, faith, faith
Science has failed our world
science has failed our mother earth
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Letting the reigns go to the unfolding
is faith, faith, faith, faith
letting the reigns go to the unfolding
is faith, faith, faith, faith
Science has failed our world
Science has failed our mother earth
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Spirit-moves-through-all-things
Science has failed our mother earth

lag dagsins
Athugasemdir

Óli Gneisti - 10/12/04 17:58 #

Ég veit það svosem ekki en ég er ekki viss um að þeir séu trúaðir beint. Þeir eru vissulega einsog svo margir andstæðir vísindunum og virðast bara tengja þau við hið slæma en gleyma hinu góða. Þetta spirit of the earth gæti alveg verið myndlíkingin.

Ef þig langar í trúleysistónlist þá geturðu kíkt á vini mína í Tý, tvö lög sérstaklega af "How far to Asgaard?", The God of War og Sand in the Wind.

Matti Á. - 10/12/04 18:00 #

Ég hef ekkert fyrir mér í því að þeir séu trúarnöttarar annað en texta þessa lags, enda er ég svosem óragur við að nota þennan stimpil - mörgum til ómældrar ánægju :-)

Óli Gneisti - 10/12/04 18:09 #

Kannski skrifa þeir grein í Fréttablaðið til að kvarta.

Kristján Atli - 10/12/04 19:46 #

System of a Down eru ekki trúarnöttarar, þeir eru ekki að setja út á alla vísindamenn með þessu lagi og ef hlustað er á Toxicity í heild sinni og þetta lag melt í samhengi ætti að vera nokkuð augljóst að þeir eru (a) búddistar og (b) ekki að tala um að trúin eigi að hafa forgang yfir vísindin. Ég er aðdáandi, hef séð þá á tónleikum og annað slíkt og ég veit að þeir eru ekki trúarnöttarar. Það er engu að síður frábært orð, trúarnöttarar, og ég ætti að tileinka mér það aðeins oftar... ;-)

Þessu ótengt Matti, þá er ég forvitinn að vita eitt: fá börnin þín að horfa á jóladagatal Stöðvar 2? Og hliðarspurning: er til lélegra/heimskulegra sjónvarpsefni en Jesús & Jósefína?

Finnst bara skrýtið að það séu liðnir 10 dagar af þessu rusli og þú hafir ekki séð ástæðu til að minnast á'ða...

Kristján Atli - 10/12/04 19:48 #

Smá hint: hafðu orðið kaldhæðni í huga þegar þú hlustar á System of a Down... það verður við hlustun á þá fljótlega mjög augljóst að þeir hafa ekkert á móti tækni, en allt á móti ofstækistrúarbrögðum hægrisinnaðra, þröngsýnna Bandaríkjamanna...

Matti Á. - 10/12/04 22:48 #

Eins og ég gaf í skyn í færslunni, þá eru það ekki bara trúmenn sem eru "á móti" vísindum, heldur líka t.d. afstæðissinnar. En ég er afar feginn ef ég hef haft SOAD fyrir rangri sök í þessu máli :-) Mér leiðist afar mikið allt tal um takmörkun vísinda og að andinn sé æðri efninu.

Yngri stelpurnar eru með jóladagatal RÚV. Sú elsta horfir á Jesús & Jósefínu og kippir sér lítið upp við það þó ég tuði eitthvað, þessir þættir eru hrikalegir. Ég nenni ekki að stressa mig á þessu akkúrat núna en skrifa kannski eitthvað um þetta á næstunni ef andinn kemur yfir mig :-)