Örvitinn

Óvænt afmælisboð

Héldum upp á afmælið hans pabba í kvöld. Hann vissi ekki betur en að hann væri að fara í hefðbundinn sunnudagsmat, reyndar á mánudegi þar sem þau hjónakornir voru í Köben um helgina.

Gestirnir létu fara lítið fyrir sér og sungu svo afmælissönginn þegar pabbi kom upp á miðhæðina. Þetta heppnaðist afar vel og kom pabba í opna skjöldu.

Fjölskyldan sameinaðist í undirbúning, Jakobína, Ásmundur og Harpa, Þórður og Dóra elduðu mat, Braghildur kom með tertur og Jóna Dóra og Óttar komu með Sörur sem mamma Óttars gerði. Ég eldaði snigla og salat með sveppum, beikon og hörpuskel. Óskaplega vel heppnað allt saman og mjög notaleg kvöldstund. Krakkarnir skemmtu sér vel sýndist mér.

Við systkynin gáfum pabba skíðagalla af fínustu sort, hann fékk einnig súkkulaðibók, nærföt, gjafakort og áfengi.

Ég tók myndir.

fjölskyldan
Athugasemdir

Gulla - 16/12/04 21:28 #

Til lukku með pabba þinn! :-) Flottar tertur og maturinn, maður lifandi... Það er eiginlega hálf illa gert að birta svona flottar og girnilega myndir.

Matti Á. - 16/12/04 22:57 #

Allur þessi matur var agalega vel heppnaður en sniglarnir voru sérlega ljúffengir.

kjmatt - 18/12/04 09:01 #

Frábær veisla það er ekki nokkur vafi Sniglanir exelent framúrskarandi og góðar myndir ... Þar sem ég er með þann arfgenga galla að hugsa mat dreyma mat og hnoðast í mat þá segi ég aftur takk fyrir mig og mína frábært þið fáið 10