Örvitinn

Óskynsamlegt

Það var líklega ekkert sérstaklega skynsamlegt að vaka til rúmlega þrjú í nótt. Var eitthvað að tölvustússast. Merkilegt hvað ég get gleymt mér í tölvustússi!

Svaf til að verða hálf tíu í morgun. Brunaði með stelpurnar á leikskólann eftir að þær voru búnar með morgunmatinn. Komst að því á leikskólanum að það er jólaball þar í dag, brunaði því heim aftur og sótti kjóla á stelpurnar. Ég hafði ekki hugmynd um að ballið væri í dag, ekki minnsta grun.

Er dálítið þreyttur, fæ mér magic á eftir svo eitthvað verði úr deginum. Stundum öfunda ég kaffifíkla, oftast ekki.

Liverpool - Portsmouth verður sýndur beint á börum bæjarins í kvöld. Mér langar að kíkja, spurning hvort mér tekst að draga einhvern með.

dagbók
Athugasemdir

skúli - 14/12/04 13:03 #

Úff varstu til þrjú í nótt í tölvunni..? :I

Jón Ómar - 14/12/04 13:52 #

Kominn tími til að commenta á e-ð annað en trúmál ;-)! Ég mæli eindregið með kaffinu enda algjört dúndur á þreyttum morgnum!

Bkv. Kaffifíkill ;-)

http://www.ineedcoffee.com/

Matti Á. - 14/12/04 14:03 #

Ég held ég verði að sætta mig við það, kominn á fertugsaldurinn, að ég muni aldrei drekka kaffi.

Ég græt það ekki :-)

Hjalti - 14/12/04 18:04 #

Ha? Er ekki koffín í magic?

Matti Á. - 14/12/04 18:06 #

Jú einmitt, þess vegna fékk ég mér Magic :-)

En það er líka hellingur af sykri og einhverju öðru sulli. Svo kostar þetta sull heilan helling!

Eggert - 15/12/04 13:07 #

Sem áhanganda Everton verð ég nú að nefna það að í umfjöllun þína um leiki Liverpool síðustu daga vantar ákveðin atriði .

Matti Á. - 15/12/04 13:14 #

Á þessari síðu er bara fjallað um fótbolta þegar vel gengur :-)

Jón Ómar - 15/12/04 13:58 #

Auðvitað enda engin ástæða (og sjaldan tilefni ;-Þ ) til þess að minnast á það þegar "besta liði" veraldar gegnur ekki eins vel og "réttast" væri!

Ps. þetta er orðið ógnvekjandi þetta er í annað skipti sem ég commenta hér ekki um trúmál! :-Þ

Matti Á. - 15/12/04 14:00 #

Ég fagna öllum athugasemdum - trúmálakommentin máttu gjarnan setja á Vantrú ;-)