Örvitinn

Símavændi

Hvernig stendur á því að fólk er sífellt að reyna að hringja í mig þó ég svari undantekningarlaust nær samstundis þegar þetta sama fólk sendir mér tölvupóst?

Hvaða þörf er þetta að þurfa að tala þegar það er miklu fljótlegra og nákvæmara að lýsa vandamálinu í tölvupósti. Sérstaklega þegar svar berst innan 3 mínútna að meðaltali? Hvað þá þegar langflest símtöl felast í því að ég bið fólk um að senda mér nánari upplýsingar í tölvupósti.

Stundum held ég að hluti af starfi mínu felist í símavændi, á hinum endanum sé tölvufólk (já, það hringja líka konur) að rúnka sér við blíðan kynæsandi hljóm raddar minnar.

Ég er í opnu rými, það er slökkt á hringingunni á símanum, ég hlusta á tónlist allan daginn. Síminn virkar ekki.

Sendið mér fokking tölvupóst goddamit, þið hafið gert það áður og undantekningarlaust fengið svar.

Vona að það lesi enginn kúnni þetta - og þó, kannski hefðu þeir gott af því.

ps. Ég persónulega er eflaust einhver dýrasti og hægvirkasti XML parser í heiminum! "Hmm. þetta virkar ekki, best að senda Matta þetta XML skjal svo hann getið opnað það með XMLSpy, borið saman við skemað og sagt mér hvað er vitlaust hjá mér, það væri svo seinvirkt ef ég myndi gera það sjálfur"

Ég bitur í vinnunni, neinei :-)

kvabb
Athugasemdir

DJ - 18/12/04 08:29 #

Ójá, þetta er nefnilega efni til rannsókna. Í mínu tilfelli ef að fólk fæst til að nota tölvupóstinn, þá er samt yfirleitt hringt samstundis og sagt: "Varstu búinn að sjá tölvupóstinn frá mér" og svo þarf að fara yfir hann lið fyrir lið fyrst símleiðis en svo aftur í svarbréfi.

En sennilega byggir þetta á lélegri svörun tölvupósts - ekki hjá þér og ekki hjá mér heldur almennt. Ótrúlega mikið af "stórfyrirtækjum" sem t.d. svara aldrei neinu sem kemur inn í gegn um "hafðu samband" liðinn á vef þeirra. Eða þá að fólk er ekki með fingrasetningu á hreinu :)