Örvitinn

Jesús og Jósefína

Alveg er þessi þáttur að ganga fram af mér, hvílíkt og annað eins.

"Hvað ef kristni væri ekki til"

"Ef við værum heppin, þá væru kannski önnur trúarbrögð sem hjálpuðu okkur að skilja heiminn"

"Ef við værum óheppin værum við stödd í andlegu myrkri"

Það er ekki hægt að bjóða börnum upp á svona rugl. Heilaþvottur af verstu sort, klám.

"Setjið barr í hárið, farið með bæn og bíðið spennt til morguns"

Segir þulurinn þegar þátturinn er búinn, djísus kræst!

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 17/12/04 20:01 #

Úff. Voðalega erum við óheppnir að búa í raunveruleikanum.

Frelsarinn - 17/12/04 20:09 #

Þessi þáttur er verri en nokkur hrollvekja. Ég gafst upp nákvæmlega þegar þulurinn fór að tala um "andlegt myrkur". Það er eins myrkar miðaldir séu kristnum spekingum alveg óþekktar en þá fóru sendisveinar krists með öll völd í Evrópu.

Kristján Atli - 17/12/04 21:08 #

Ég lýsi því hér með yfir að þessi þáttur er álíka gáfulegur og vatnsglas. Og að hugsa sér að þetta eigi að vera hollt fyrir börnin að horfa á þetta? Sviðbjóður...

Matti Á. - 17/12/04 21:21 #

Ég hef passað mig á því að horfa ekki á þessa þætti en slysaðist til þess í kvöld.

Þetta var verra en ég bjóst við og þó átti ég ekki von á góðu.

Már - 17/12/04 21:58 #

Það ætti að setja PG-13 rating á svona sjónvarpsefni.