Örvitinn

Þunglyndi trúleysinginn í Silfri Egils

Þunglyndi trúleysinginn var í Silfri Egils og sagði orðrétt

Það er ekkert skemmtilegt að vera trúlaus, það er hálf vonlaust finnst mér...

Þetta er kjarni málsins, maður sem hefur þessi viðhorf gagnvart trúleysi á ekki að vera að tjá sig um þessi mál á þeim forsendum sem hann gerir. Hann er fullkomlega vanhæfur til að tjá sig um trú, hvað þá sem hlutlaus fræðimaður eins og hann þykist vera.

Fullt af fólki er trúlaust og fullkomlega sátt við lífið. Það er ekkert að marka upplifun þunglyndissjúklingsins af trúleysi, því það er til fullt af þunglyndum trúmönnum og ekki dæma þeir trúna út frá þunglyndi sínu - eða hvað? Það er ekkert sem bendir til þess að trú hjálpi þunglyndissjúklingum eitthvað sértaklega og engar rannsóknir sem benda til þess að trúlausir þunglyndissjúklingar hafi það eitthvað verr en trúaðir þunglyndissjúklingar.

Þarna kom enn og aftur skýring á því af hverju kirkjunnar menn vilja endilega fá þennan trúleysingja í pallborðsumræður sem fulltrúa trúleysingja. Ummæli hans um Dawkins til að mynda voru rakalaust kjaftæði, hvað veit hann um þekkingu Dawkins á Guðfræði og hvaða máli skiptir sú þekking - hvernig væri að gagnrýna rök Dawkins, ekki meintan skort hans á þekkingu?

Steindór er ekki að leggja neitt gagnlegt eða áhugavert fram í umræðuna um trú og trúleysi. Hann er einungis að ala á fordómum gagnvart trúleysi - hella olíu á eldinn. Nú fagna sömu sauðir og skríktu þegar þeir lásu þvaður Þráins.

efahyggja
Athugasemdir

Óli Gneisti - 19/12/04 15:31 #

Við erum óheppnir að vera svona lukkulegir með trúleysið, ef við værum óhamingjusamir þá gætum við tjáð okkur útum allt.