Örvitinn

Lesbíuerótík og lesbíuklám

lessupar úr the l-wordHorfði með öðru auganu á The L Word í nótt. Vakti útaf ljósmyndastússi og var svo að horfa á ákaflega áhugaverðan þátt á Discovery (The scene of the crime) áður en ég datt inn í L Word. Ég horfi yfirleitt ekki á þessa þætti, veit ekki einu sinni hvenær þeir eru sýndir, en verð yfirleitt ekki fyrir vonbrigðum þegar ég sé þá.

Þessi lesbíuþáttur er, að mínu hógværa mati, alveg hrikalega erótískur. Ekki margt sjónvarpsefni sem hefur þessi áhrif á mig, en ég sit stjarfur (stífur) og glápi þegar þannig hittir á. Samt er yfirleitt ekki verið að sýna neitt, stöku brjóst og kossar. Enda er svosem ekki endilega fylgni milli klámfengis og erótókur, það er t.d. lítið spennandi við klámdraslið á Sýn, þar mætti ganga alla leið eða sleppa þessu, trúi því varla að nokkur manneskja fái eitthvað út úr því að horfa á það drasl.

Furðulegt, miðað við hversu kynæsandi mér finnst þessir þættir, að ég hef aldrei verið hrifinn af lesbíuklámi. Það gerir bara afar lítið fyrir mig að horfa á tvær konur að leik. Það þarf karl á svæðið til að ég geti dottið inn í fantasíuna. Það virðist afar misjafnt hvernig þetta virkar, einn góður vinur minn er sjúkur í lessuatriði, myndi örugglega horfa á slíkt fyrir allan peninginn ef hann gæti.

En af hverju ætli mér þyki L-word kynæsandi þættir? Ég held það sé hugsanlega viðhorfið til kynlífs sem er í þættinum. Það er alltaf einhver kynferðisleg spenna í loftinu og engin helvítis tepra í gangi. Í þættinum í nótt var ákaflega kynæsandi atriði sem gerðist í fangelsi (ansi klámmyndalegt mótív) þar sem kynferðisleg spenna var gríðarleg en konurnar snertust ekki og fóru ekki úr fötunum. Magnað.

Svo er annað merkilegt, mér finnst þessar konur flestar ekkert rosalega kynæsandi per se. En í þessum þáttum, þessu umhverfi, verður þetta erótískara en andskotinn!

Ekki skemmir fyrir að trúarnöttarar koma ákaflega illa út í þessum þáttum, ekki nógu mikið um slíkt í sjónvarpi.

klám
Athugasemdir

Halldór E. - 20/12/04 15:51 #

Hvernig fíkn er það að finnast kynæsandi að sjá trúarnöttara niðurlægða? :-)

Matti Á. - 20/12/04 15:57 #

Það er undarleg fíkn :-)

En í þáttunum koma semsagt fyrir afar öfgafullir trúmenn að bandarískum sið sem mótmæla ósóma og siðleysi í gríð og erg. Vilja loka listasýningum sem geta spillt lýðnum. Þar sem þátturinn fjallar um samkynhneigða er kannski ekki skrítið að þessi hópur ofstækisfullra trúmanna fáið ansi slæma útreið. Þess ber þó að geta að mjög stór hluti bandaríkjamanna telst til þessa hóps trúmanna. En það er náttúrulega ekki okkar Ameríka :-)

En það veldur mér vonbrigðum að fá bara komment um trúarnöttarana - mig langar að heyra hvað fólki finnst um lesbíuklám :-P

Jói Þ. - 23/12/04 00:13 #

Horfði á síðasta þáttinn af seríunni í kvöld. Magnað stöff.

Matti Á. - 23/12/04 01:44 #

Ég sá bara síðustu mínúturnar en er samt hneykslaður.

Hneykslaður á því að handritshöfundar þáttarins hafi ekki skellt inn threesome atriði þegar unga stelpan kom heim með karlkyns deitið og hitti þar kvenkyns vinkonu sína sem hún var líka að deita.

Ég hefði skrifað inn hópkynlífsatriði í þessa senu :-)

Hjalti - 23/12/04 07:12 #

Ef að þú ert góður klámmyndahanritshöfundur þá er ég með hugmynd að klammynd sem að mig hefur lengi dreymt um að gera.

En þar sem að margir trúmenn lesa vafalaust þessa síðu þá mun ég ekki segja frá henni.