Örvitinn

Nokia 6230

Var að fá Nokia 6230 í hendurnar. Valdi þennan síma útaf mp3 spilaranum, sumar dýrari týpur frá Nokia eru víst með slakari mp3 afspilun - spila mp3 bara í mono. Þarf bara að fjárfesta í 512MB MMC korti og þá er ég kominn með þokkalegan mp3 spilara, 32MB kortið sem fylgir með dugar skammt. Hvar fær maður 512MB MMC kort á þokkalegu verði? Þessi sími er minni en aðrar týpur sem komu til greina, mér finnst það kostur.

Komst að því, mér til mikillar ánægju, að ferðavélin getur lesið MMC kort, þannig að ég þarf ekki að fjárfesta í sérstökum kortalesara eða gagnasnúru, þó það sé reyndar dálítið vesen að taka kortið úr símanum til þess að afrita tónlist.

Alltaf finnst mér jafn gaman að fá nýjar græjur :-)

græjur
Athugasemdir

Gummi Jóh - 21/12/04 19:32 #

ebayar bara svona minniskort. Svona kort eru alltaf svo dýr á klakanum.

Matti Á. - 21/12/04 21:35 #

Heldur betur, sá áðan að 256MB MMC kort kostar 12.900,00 kr í BT - Ég ákvað í snarhasti að panta þetta að utan.

sirry - 22/12/04 11:36 #

Þú ert tækja óður drengur. Þú ert ný búin að fá nýjan síma :C( Gyða hefur þú enga stjórn á honum ?

Matti Á. - 22/12/04 11:37 #

Ég fékk þennan gefins ;-)

Bjarni Rúnar - 22/12/04 19:48 #

12.900??? Ég hef séð 256MB MMC kort auglýst á 5200kr oft í fréttablaðinu (held það hafi verið Tæknibær) og keypti sjálfur svona á sirka 6000kr í Tölvulistanum í byrjun mánaðarins.

Hugsanlega fæst þetta eitthvað ódýrara að utan, en verandi sjálfur hamingjusamur eigandi glænýs 6230 síma gat ég engan veginn beðið eftir slíku. Ég ákvað að spandera ekki í stærra kort, af því að þetta er "nóg": 256MB rýmir sirka fjóra geisladiska í góðum .mp3 gæðum.

Athugaðu líka að það tekur drjúga stund að fylla svona stórt kort yfir innrautt eða bluetooth (veit ekki með USB). Ef maður notar kortalesara þá þarf hinsvegar "föndur" til að hafa góða stjórn á í hvaða röð lögin spilast. Ég er búinn að leysa það með skeljariti í Linux, en ég veit ekkert hvernig Windows notendur myndu fara að. Stærra er því ekki endilega mikið betra í þessu tilfelli.

Mér finnst 6230 síminn minn æði. :-)

Matti Á. - 23/12/04 01:37 #

Já, þetta er óeðlilega hátt verð - kannski fór starfsmaður BT með fleypur!

Ég ætla að prófa að panta 512MB kort í gegnum e-bay og sjá hvernig sá díll kemur út.

Hvar finnur maður upplýsingar um hvernig mp3 skrárnar eiga að vera á kortinu? Ég kóperaði fimm lög í rótina á kortinu og þau spilast, en ég hef lítið verið að stúdera þetta. Ég myndi ekki skrifa skeljarit en hlýt að geta sett upp eitthvað python skrift til að föndra þetta :-)

Bjarni Rúnar - 23/12/04 11:51 #

Spilarinn sér ekki mp3 skrár nema þær séu í rótarmöppu kortsins. Hinsvegar mega hringitónar vera í undirmöppum og mér skilst af netinu að ef þú nærð að senda símanum playlista þá getirðu notað undirmöppur líka. Sögur herma að spilarinn sjái ekki mp3 skrár sem ekki hafa ID3 merkingar, en ég er ekki viss um að það sé satt.

Varðandi röðun laga, þá veit ég ekki hvort það var sem réði úrslitum, en skeljaritið mitt gerir tvennt:

1) það breytir id3 track svæðinu svo lögin séu skv. id3 í þeirri röð sem ég vil hafa þau.

2) það afritar skrárnar inn á kortið í þeirri röð sem ég vil að þau spilist.

Þetta virkaði. Ég veit ekki hvort spilarinn er að fara eftir id3 merkinu eða bara nota röðina sem hann les af kortinu.

Bjarni Rúnar - 23/12/04 12:38 #

Eitt enn... mér finnst 12000kr ekki ósennilegt verð fyrir 512MB kort, en 256MB kortið sem ég keypti mér var einmitt helmingi ódýrara.

Skeljaforritið mitt gerir líka eitt enn sem ég gleymdi að telja upp hér fyrir ofan en gæti hjálpað til, en það endurnefnir mp3 skrárnar svo þær raðist líka rétt ef maður raðar þeim í stafrófsröð og svo nöfnin innihaldi engin bil eða skrítin tákn. Þó held ég að þetta eitt sér hafi ekki dugað til að tryggja að röð laganna í símaspilaranum yrði rétt.

Matti Á. - 23/12/04 12:50 #

Þetta var 256MB kort á 12.990.-, þeir áttu ekki 512MB kort. Á heimasíðu BT er 128MB MMC á 6.990. Ég sé að computer.is er með 256MB kort á 4940 sem er ágætt verð.

Ætla samt að reyna að fá 512MB kort fyrir sama verð með því að kaupa þetta að utan - get beðið aðeins lengur.

Takk fyrir upplýsingarnar, ég ætla að prófa mig áfram.