Örvitinn

Það eru víst að koma jól

Alveg er ég laus við að vera kominn í jólaskap. Gætu alveg eins verið tvær vikur til jóla.

Fór með fötin í hreinsun í morgun, versla jólamatinn í kvöld. Vonandi fáum við rauðkál þessi jól, gekk illa að finna það síðustu páska. Spurning um að kaupa sætar kartöflur og búa til kartöflumús úr þeim, samt óþarfi að vera með of mikið.

Skaust heim áðan og tók á móti nýrri eldavél. Verður vafalítið gaman að elda kalkúna í nýja ofninum, gamla eldavélin er drasl. Þarf að muna að hafa þessi ráð Nönnu í huga.

Mér finnst svindl að hafa jólin á föstudegi, það vantar alla jólastemmingu ef maður fær ekkert jólafrí. Afskaplega öfunda ég þær stéttir sem hafa verið í fríi næstum alla þessa viku og verða í fríi næstu viku líka - það er lúxus.

dagbók
Athugasemdir

Jon Arnar - 22/12/04 18:24 #

Þar sem ég er nýfluttur til Englands, kom það mér þægilega á óvart að ef að ákveðnir frídagar (eins og jól) lenda á helgi, þá færast frídagarnir fram yfir í næstu viku. Þannig fæ ég frí 27da, 28da og 1da jan af því að frídagarnir voru um helgi. Skemmtilegt kerfi, sem er víst í notkun á fleiri stöðum í evrópu..

Erna - 22/12/04 18:53 #

Heh... Kaninn er ekki eins flottur á því og Bretinn. Hér er ekkert jólafrí, og verður ekki heldur á næsta ári því að jóladagur er um helgi. Frekar fúlt.

Matti Á. - 23/12/04 01:39 #

Auðvitað ætti að vera bundið í lög að hafa frí milli jóla og nýárs svo maður hafi tíma til að liggja í leti, lesa bækur og borða afganga af jólamat :-)