Örvitinn

Á fætur fyrir átta

Ég held það sé mjög langt síðan ég fór síðast á fætur svona snemma. Fór út úr húsi rétt fyrir átta, beið svo eftir strætó í skítakulda í alltof langan tíma. Er merkilega lunkinn við að bíða lengur en 15 mínútur eftir strætó sem kemur á tuttugu mínútna fresti. Nennti ekki að ganga vettlingalaus þó ég hefði eflaust verið fljótari. Ég fæ leið á þessum myndavélafítus í gemsanum bráðlega, gæðin eru það döpur. En þangað til það gerist dæli ég inn myndum :-)

strætóskýli

Þetta eru fréttir.

Ég tek síðdegisvaktina í dag, fer semsagt heim í hádeginu og verð með Kollu. Hún var betri í gær og sofnaði fyrirhafnarlaust - svaf vel í nótt.

dagbók