Örvitinn

Prinsessur

Ég verð að játa að ég kalla stelpurnar mínar oft prinsessur þegar við erum að knúsast heima. Skálda stundum ævintýri þar sem prinsessurnar (þær) bjarga ósjálfbjarga kónginum (mér) úr háska. Þeim finnst þetta skemmtilegt, mér finnst þetta skemmtilegt. Ekki nóg með að ég kalli þær prinsessur, heldur líka dúllustelpur, ástin mín og margt annað sem ég man ekki akkúrat núna.

Skil ekki þegar fólk er feimið við að vera væmið við börnin sín. Allt í lagi að vera töff og kúl, en þegar kemur að börnunum er barasta engin ástæða til annars en að vera einlægur, barnalegur og væminn.

En ég er svosem lítið í því að kalla stelpurnar prinsessur innan um annað fólk, en það er önnur saga.

fjölskyldan
Athugasemdir

sirry - 29/12/04 13:59 #

stelpan mín er prinsessa ekkert meira um það að segja svo ég kalla hana þetta þegar ég vil :C)

Ósk - 29/12/04 14:16 #

copy-paste Já, mér finnst líka allt í góðu að vera væminn við börnin sín og kalla þau ástin, krúttípú, dúllan.. tja.. eða púkin eins og hún Maja. Ég hugsa að ég hafi ekki útskýrt mig nógu vel í þessari einu línu.

Ef fólk talar um börnin sín sem prinsa og prinsessur: - Já, ég á tvo prinsa (ekki tvo stráka) - Hvað heldur þú að litla prinsessan hafi gert í gær? - Ég og stóri prinsinn vorum að...

Annars er fólk víst með mismunandi smekk.. Mér t.d. býður við R&B á meðan að allskonar fólk hlustar á það og finnst það í góðu lagi..

Matti Á. - 29/12/04 14:20 #

Ég gerði ráð fyrir því að þú meintir það, þess vegna tók ég sérstaklega fram að ég gerði þetta þegar við værum að knúsast/dúllast heima en ekki innan um annað fólk :-)