Örvitinn

iGræjur (uppfært)

Mér finnst æsingurinn í kringum nýjar Apple vörur oft dálítið skondinn, Apple fólk heldur ekki vatni yfir einhverju nýju dótaríi. Vissulega oft flottar og sniðugar græjur, en stundum virðist ekki skipta máli hvað frá Apple kemur, það er flott.

Þess vegna finnst mér þetta sniðugt: iProduct

via Mefi

13:30
Á sömu síðu, til að gæta hlutleysis: Apple Haters Unite!

græjur
Athugasemdir

Gummi Jóh - 12/01/05 14:11 #

Ég er nú ekki vanur að hoppa hæð mína yfir þessu MacWorld dóti en þó er þetta óvenju spennandi.

Apple vörur hafa oftast verið seldar á premium verði en núna eru komnar entry level tölvur á 499 dollara. iPod Shuffle er líka hræbillegur mp3 spilari sem er eflaust betri en þessir Sancolux spilarar sem að fólk hefur verið að fá sér fyrir skokkið og þannig ekki réttlétt kaup á iPod mini eða venjulegum iPod en núna gæti það gert það þar sem þetta er flott og góð vara. Allt hitt sem var kynnt er bara meh, ekkert merkilegt þannig lagað.

Matti Á. - 12/01/05 14:19 #

Það er dálítið sniðugt að markaðssetja ódýra tölvu án aukabúnaðar handa fólki sem þarf að uppfæra gömlu vélina. Það þarf þó að bæta a.m.k. 256MB minni í vélina til að hún sé gagnleg að mínu mati og þá hefur verðið hækkað eitthvað örlítið.

Veit ekki alveg með þennan spilara, er hann ekki bara random, þ.e.a.s. maður ræður ekki röð laga! Það er styrkur hjá Apple hvað það er auðvelt að synca þessar græjur, þannig stingur maður þessum spilara beint í USB2 tengi og skiptir út tónlistinn, vissulega flottur fítus.

En Apple má eiga það að hönnunin hjá þeim er flott og þeir hafa verið aggresívir í að koma nýjungum á markað á þokkalega hóflegu verði.

Gummi Jóh - 12/01/05 15:10 #

Það er hægt að taka shuffle skipunina af en þá spilar hann bara í beinni röð. Þetta er auðvitað ekki full feature spilari en góður fyrir þá sem vilja góða vöru í skokkið, ræktina eða þannig.

Sammála með minnið en það er engin sem skikkar þig að kaupa beint af Apple. Þetta er bara generic minni sem er auðvelt fyrir tölvuklára að setja í. Meira að segja mjög einfalt að setja minni í Powerbook og Ibook vélar.

Einar Örn - 12/01/05 16:57 #

Matti, þú hefur ekki séð ljósið og því skilur þú ekki. :-)

Auðvitað snýst þetta um fleira en að varan sé "flott". Stýrikerfið er t.a.m. mörgum skrefum fyrir ofan Windows, öryggi vélanna allt annað og þau forrit, sem fylgja með Mini Mac eru á allt öðru stigi en það, sem fylgir með Windows boxi.

Ég verð að játa það að ég get varla beðið eftir MacWorld hvert ár. Það er kannski ekki allt, sem Apple gerir snilld, en það er einfaldlega ekkert tölvufyrirtæki í heiminum, sem gerir hlutina jafnvel og er jafn frumlegt í hönnun.

Matti Á. - 12/01/05 17:07 #

Ég er nú enginn sérstakur "andstæðingur" makkans og væri alveg til í að eiga eins og eitt stykki ásamt PC vél. :-)

Sjálfur hef ég ósköp gaman af öllu hæpinu í kringum svona kynningar og Apple standa fremstir á því sviði.

Varðandi öryggið mega menn ekki líta framhjá því að Windows er stærsta skortmarkið, þó holurnar séu reyndar líka ansi margar.