Örvitinn

Blogg og vinna

Það getur verið frekar óheppilegt fyrir mig þegar aðilar úti í bæ, sem ég er í samskiptum við útaf vinnunni, lesa þetta blessaða blogg eða umgangast einhvern sem gerir það.

Samt nokkuð skemmtilegt þegar maður hlustar á samtöl kolleganna meðan maður spjallar við einn þeirra í síma. Kiddi Jóh hefur aldrei verið frægur fyrir lágan róm ;-) Jújú, ég mætti á hádegi í dag, þökk sé tengdó.

Ætli menn fái betri þjónstu fyrir vikið - það er ég hræddur um. Erindi dagsins var svarað óvenju fljótt, en það er reyndar regla frekar en undantekning hvað mig varðar.

Vonandi bara að maður lendi ekki í svona skít. Svosem ekki mikil hætta á því, ég hef lítið skrifað um vinnuna hingað til þó oft hafi verið tilefni til :-)

Ýmislegt
Athugasemdir

Gummi Jóh - 12/01/05 19:58 #

Það er nú bara þannig að við Jóh bræður tölum ekki lágt, það er fyrir neðan okkar virðingu.

Annars höfum við alltaf sagt að þeim sem finnist við tala of hátt hlusti einfaldlega of hátt, vandamálið er ekki okkar megin :)

Matti Á. - 13/01/05 14:04 #

Ég hef alltaf sagt það sama um fólk sem finnst ég tala of mikið - það hlustar of mikið :-)