Örvitinn

512 MB mmc kort fyrir gemsann

Fór í tollafgreiðslu póstsins í morgun og sótti 512MB MMC kort sem Regin keypti á e-bay. Með öllum gjöldum kostar kortið 4.500.- kr sem er nokkuð gott, ég hefði borgað meira fyrir 256MB kort hér heima. Góðu fréttirnar eru að kortið virkar í símanum.

Kóperaði tónlist yfir á kortið með kortalesaranum í ferðavélinni. Kóperaði í undirmöppur (t.d. \music\Pantera\ ... \music\Damien Rice..) en þurfti að nota Nokia tónlistarsync forritið til að koma playlistum yfir í símann. Það var dálítið maus en reddaðist að lokum, fékk lánað Bluetooth USB tengi hjá Gylfa og tókst með hjálp google að finna lausn. Trixið er að búa til tóma playlista, kópera þá yfir í símann og bæta svo lögum í playlistann eftirá. Þægilegast væri ef hægt væri að kópera playlistana með mmc kortinu og færa yfir í playlist folderinn á símanum - en það er ekki í boði, playlist folderinn er falinn. Sýnist vera böggur með röðina á lögunum, virðist ekki raðað í stafrófsröð í playlistanum þó lögin heiti 01xxx.mp3 02xxx.mp3 etc.

Síminn er semsagt farinn að virka sem mp3 spilari. Enginn ofur spilari en þetta dugar.

Það eina sem ég þarf að gera núna er að endursampla tónlistina í aðeins minni gæðum svo ég kom meira fyrir í símanum - læt það mæta afgangi.

græjur