Örvitinn

Músakka með sætum kartöflum

Eldaði músakka úr pakka í kvöld. Átti tvær stórar sætar kartöflur og ákvað að nota þær ásamt venjulegu kartöflunum, steikti líka sveppi og hafði með. Skellti feta osti ásamt venjulega ostinum yfir. Bar fram með salati og ostabrauði.

Þetta heppnaðist afar vel og þessi útgáfa verður vafalítið aftur á borðum á þessu heimili. Meira að segja Jónu Dóru fannst þetta gott og samt er hún ekki mikið fyrir sætar kartöflur (furðulegt atferli !)

Ég hef smakkað "alvöru" músakka tvisvar, á grískum veitingastað í London í mars og svo á Rimini í júlí, það er með eggaldin en pakkamúsakkað eins og ég geri það bara kartöflum. Finnst músakka úr pakka betra en alvöru stöffið :-)

Vandamálið við að hafa marga í mat, eins og í kvöld, er að þá vantar afganga. Músakka er afar gott upphitað en ég á enga afganga.

matur