Örvitinn

Sönnunabyrði og viðkvæmni

Reglulega er ég minntur á uppáhalds gvuðssönnunina mína, móðgunarsönnunina. Nú síðast í athugasemdum hjá Halldóri móðgast Carlos af litlu tilefni.

Góður pistill um sönnunarbyrði á deiglunni. Ég rökræddi þetta stundum í gamla daga, fannst margar helst til fljótar að vilja auðvelda sakfellingu í vissum málum, sérstaklega nauðgunum og misnotkun á börnum. Þær rökræður öfluðu mér ekki vinsælda og sumar sem bera kala til mín í dag mörgum árum síðar! Samt var ég í grundvallaratriðum að segja það sama og fram kemur í greininni.

Ýmislegt