Örvitinn

Endalaus veikindi

Inga María er veik. Ég hef aldrei kynnst öðru eins ástandi og síðasta mánuðinn. Á jóladag fékk Kolla hlaupabólu, Inga María er síðan búin að fá hlaupabólu og svo hafa þær skipst á systurnar að vera veikar. Inga María var með hita í gær og hefur hóstað alveg óskaplega. Nóttin var erfið útaf hósta og lítið um svefn.

Þetta gerist á sama tíma og það er brjálað að gera í vinnunni hjá Gyðu þar sem þau eru að ganga frá ársuppgjöri. Svo hefur líka verið nóg að gera í vinnunni hjá mér á þessu tímabili.

Ég tek morgunvaktina, mæti í vinnu eftir hádegi og vinn fram á kvöld - sem mér leiðist yfirleitt óskaplega. Þrátt fyrir að hafa tekið ansi margar veikindavaktir þennan mánuð hef ég ekki tekið marga veikindadaga - hef frekar reynt að vinna þetta upp. Hefði þurft að vinna aukalega þennan mánuðinn þar sem nú er verið að draga af mér þá sumarfrísdaga sem ég tók aukalega síðasta mánuðinn - en ég næ varla að vinna nokkuð upp í það í þetta skiptið.

fjölskyldan