Örvitinn

Netleysi, Half-Life2 kláraður

Dæmigert að vera netlaus þegar ég er heima veikur. Var sambandslaus frá hálf eitt til fimm.

Í stað þess að hanga á netinu skellti ég mér í heitt bað og rakaði mig. Í þetta skipti liðu 11 dagar.

Spilaði Half-Life 2http://www.sierra.com/product.do?gamePlatformId=470 "Sierra Enteratinment - Half Life 2") seinnipartinn og kláraði. Endirinn olli mér vonbrigðum, alveg eins og í fyrri leiknum, en leikurinn er mjög góður. Gervigreind óvina og vina er stundum ekkert sérstök en borðin eru mjög fjölbreytt og flott. Ég er búinn að spila leikinn í nokkrum skorpum og finnst hann ansi stór - veit ekki hvað hafa farið margir tímar í að klára hann.

Heilsan er góð, er ekki með drullu og hitinn er örlítill.

dagbók tölvuleikir