Örvitinn

Líkklæði Krists

Trúmenn halda í vonina því rannsókn sýnir að hugsanlega er klæðið eldra en fyrri rannsóknir bentu til. #

Biblían, sem trúmenn vilja meina að sé áræðanleg heimild um þennan Krist, sem trúmenn halda að hafa verið til í alvörunni, virðist benda til að líkklæðið sé fölsun. #

Þeir hlupu báðir saman. En hinn lærisveinninn hljóp hraðar, fram úr Pétri, og kom á undan að gröfinni. Hann laut inn og sá línblæjurnar liggjandi, en fór samt ekki inn. Nú kom líka Símon Pétur á eftir honum og fór inn í gröfina. Hann sá línblæjurnar liggja þar og sveitadúkinn, sem verið hafði um höfuð hans. Hann lá ekki með línblæjunum, heldur sér samanvafinn á öðrum stað. (Jóh. 20. 4-7)

Líkklæðið í Tórínó passar ósköp einfaldlega ekki við Þessa frásögn. Þannig að þeir sem telja Biblíuna markverða heimild um Krist geta tæpast talið að líklæði Krists í Tórínó sé ekta.

Eða hvað - ein þversögn í viðbót skiptir varla miklu máli.

kristni
Athugasemdir

Halldór E. - 29/01/05 09:02 #

Ég hafði gaman af setningunni sem höfð var eftir páfanum og stóð við stíginn þar sem allir sem langaði að sjá klæðin þurftu að ganga eftir. Innihald setningarinnar var: "Líkklæðin eru raunverulegt tákn um mikla þjáningu einstaklings."

Hjalti - 29/01/05 14:14 #

Ég held að það þurfi engar rannsóknir til þess að staðfesta það að þetta sé e-k fölsun. Myndin er í þrívídd!

En væri ekki gáfulegast að finna einhvern upprunalegan þráð úr klæðinu og nota sömu aðferð og notið var 1988?

Vésteinn Valgarðsson - 29/01/05 17:26 #

Mér fannst best þegar var sagt að klæðið gæti jafnvel verið 3000 ára gamalt.

Gulla gæs - 20/03/05 11:08 #

Ég leit inn hér í gær og sá athugasemd eftir Jón Prímus, held ég, en get ekki fundið hana núna. Leita ég á vitlausum stað?

Matti Á. - 20/03/05 13:04 #

Ég sé enga ástæðu til að láta nafnlaust skítkast standa á þessari síðu. Lít á það eins og hvert annað komment spam.

Gulla Gæs leit ekkert inn og rakst á athugasemd eftir Jón Prímus, ég sé hverjir lesa síðuna. Kommentið frá "Gullu gæs" kemur frá sama aðila og setti inn athugasemd sem "JónPrímus"

Þessi aðili kemur hingað inn eftir að hafa leitað á google að "líkklæði", skoðaði ekkert annað en hafði fyrir því að setja inn hrokafulla og leiðinlega athugasemd.

Hér eru fingraför JónsPrímusar og Gullu gæsar.

157.157.126.17 - - [19/Mar/2005:22:33:03 +0000] "Mozilla/5.0 (Macintosh; U; PPC Mac OS X; is-is) AppleWebKit/125.5.6 (KHTML, like Gecko) Safari/125.12"

Alveg merkilegt hvað sumt trúfólk getur verið vitlaust.

Matti Á. - 21/03/05 10:03 #

Jón Prímus og frú, farið eitthvað annað. Ég nenni ykkur ekki.