Örvitinn

Páfinn og Mugison

Er ekki bara kominn tími á þennan blessaða Páfa? Karlinn búinn að vera hálfdauður í fjöldamörg ár, spurning um að taka skrefið til fulls - hætta þessu hálfkáki.

Mugison var að vinna nokkur tónlistarverðlaun. Ekki óverðskuldað, ég keypti nýja diskinn um daginn og hann er fantagóður. Reyndar dálítið drasl á honum líka, ég tók nokkur "lög" af playlistanum þegar ég kóperaði diskinn yfir í símann, nenni ekki að hlusta á gjörning milli laga. Kannski er eitthvað fólk að fíla þetta en ég sé ekkert í þessu.

En lögin á disknum er mörg afar góð, sérstaklega finnst mér flott þegar þau hjónakornin (er það ekki annars konan hans sem syngur með) syngja saman. Diskurinn er dálítið stuttur þegar ég er búinn að grisja hann - um 26 mínútur.

Þetta er það sem ég týndi út. * Never give up * Sad as a truck * Swing ding * Salt * Afi minn

Síðasta lagið er afar pirrandi, afi hans spilar á munnhörpu í tæpa mínútu og svo þögn eða bakgrunnshljóð í átta mínútur. Ég hlustaði á það í bílnum í fyrsta sinn - beið eftir því að eitthvað myndi gerast. Það gerist ekkert.

Murr Murr var valið besta lag ársins, mér finnst 2 Birds betra - vatnið er að gera eitthvað fyrir mig.

tónlist
Athugasemdir

Hr. Svavar - 03/02/05 14:23 #

Skemmtilegt að benda þér á (í því ljósi) að þögnin í "Afa mínum" er (ef nánar er hlustað) "Two birds" frá öðru sjónarhorni ef svo má segja. :)

Matti Á. - 03/02/05 14:26 #

Í alvöru, ég næ ekki að heyra neitt úr bakgrunnshljóðunum :-)

Best að rúlla þessu í gegn einu sinni í viðbót.

Matti Á. - 03/02/05 14:29 #

OK, þegar ég hækka í botn heyri ég þetta - tók ekkert eftir þessu á "venjulegum" hljóðstyrk.

Set lagið samt ekki á playlistann :-)

Kristján Atli - 03/02/05 17:59 #

Matti, mér er sama hver skoðun þín varðandi þessi mál er ... það er aldrei svalt að óska manni dauða. Það er bara asnalegt að segja þetta, þótt þetta sé páfinn.

Samt grunar mig að þú hafir meint þetta í kaldhæðni að einhverju leyti, so fair game. :-) Mér hefur einmitt verið ofarlega í huga tilvitnun í kjölfar frétta af heilsufari þess heilaga:

"I love watching the Pope on TV. He's there, riding around in his Pope-mobile, waving the believers from behind his double-decked bullet-proof plexi-glass ... that's FAITH IN ACTION folks!" -Bill Hicks.

Á alltaf, alls staðar jafn vel við þegar páfinn er annars vegar. :-)

Matti Á. - 03/02/05 18:06 #

Ég ætla nú ekki að ganga svo langt að óska manninum dauða, þó skilja megi þetta þannig - hefur bara lengi litið út fyrir að blessaður maðurinn sé hálfdauður :-|