Örvitinn

Jón Gnarr og boðorðin tíu

Jón Gnarr skrifar af og til pistla á baksíðu Fréttablaðsins. Það gera ýmsir misilla.

En ég velti því fyrir mér hvort Jón Gnarr geti skrifað einn pistil án þess að minnast á Gvuð eða Jesús? Pistill dagsins fjallar um lauslæti, trúarnöttarinn kallar það hórdóm og vísar í boðorðin tíu.

Hver nennir að taka mark á slíku? Hvaða máli skiptir Biblían í umræðu um lauslæti og kynsjúkadóma á Íslandi á 21. öldinni ?

DV fjallar um óeðlið í dag, unglingsstúlkur eru meira og minna með bleyju um þessar mundir útaf harkalegum endaþarmsmökum samkvæmt þessum áræðanlega miðli. Mikið hafa tímar breyst - ekki mikið um mök á mínum ungdómsárum, hvað þá endaþarms. Kannski var ég bara að missa af einhverju :-)

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 10/02/05 13:09 #

Mér hefur einmitt þótt vanta að kristnir menn tali almennilega um hór, ég fagna þessu framtaki Jóns.

Matti Á. - 10/02/05 13:16 #

Það er sjónarmið, myndi eflaust draga úr vinsældum þeirra hjá þessari syndugu þjóð ef kristnir væru sífellt að skammast útaf óeðli fjöldans.

tinkerbell - 17/02/05 05:42 #

Það eru nú fleiri en Jón sem varla skrifa texta án þess að fjallað sé um Guð....til dæmis þú Matti.

Matti Á. - 17/02/05 09:42 #

Þar sem ég er veikur og mér leiðist ákvað ég að skoða þetta aðeins :-)

Látum okkur sjá, á forsíðu Örvitans eru vísanir á fimmtíu greinar (texta).

Í sjö þeirra er á einhvern hátt fjallað um trúmál, þessi meðtalinn. Þar af eru tvær [a,b] sem eru einungis vísanir á greinar annars staðar með örstuttum athugasemdum.

Semsagt, í 14% greinanna er fjallað um Guð. Ég tel forsíðuna ágætt úrtak, þó menn geti hugsanlega deilt um það.

Þannig að fullyrðingin að ég skrifi varla texta án þess að fjalla um Gvuð er í besta falli ónákvæm ;-) En ekki neita ég því að ég skrifa ansi oft um eitthvað sem tengist trú.

Á þessari síðu eru 1910 færslur, þar af eru 234 í flokkunum kristni ,efahyggja og leikskólaprestur. Reyndar fjalla ekki allar þeirra um Gvuð, sérstaklega ekki í efahyggjuflokknum, en vafalítið eru greinar í öðrum flokkum sem minnast á karlinn.

Hlutfallið þarna er 12.25%.