Örvitinn

Kristilegt hjálparstarf í SA-Asíu

via MeFi

Villagers furious with Christian Missionaries

Jubilant at seeing the relief trucks loaded with food, clothes and the much-needed medicines the villagers, many of who have not had a square meal in days, were shocked when the nuns asked them to convert before distributing biscuits and water.

Ef sagan er áræðanleg er þetta náttúrulega ótrúlega óforskammað. Eins og einn sagði á MeFi, það er ekki hægt að treysta trúarlegum hjálparsamtökum vegna þess að þau hafa alltaf aðra hagsmuni en bara þá að hjálpa fólki. Þau vilja nefnilega fyrst og fremst snúa fólki til sinnar trúar.

kristni
Athugasemdir

Halldór E. - 11/02/05 11:25 #

Matti, ég sé mig tilneyddan til að kommenta á fullyrðingu þína: "Þau vilja nefnilega fyrst og fremst snúa fólki til sinnar trúar." Hún er KJAFTÆÐI, þar sem í henni felst enn ein af órökstuddum alhæfingum þínum um kristna menn. Þeir kristnir menn sem ég starfa með greina allflestir á milli hjálparstarfs annars vegar og kristniboðs hins vegar. Kristniboði í þriðja heiminum fylgir reyndar stundum hjálparstarf, en hjálparstarf kirkjunnar inniheldur ekki kristniboð.

Matti Á. - 11/02/05 12:52 #

Gott og vel, ég vil gjarnan hafa rangt fyrir mér í þessum efnum og vissulega er ekki til fyrirmyndar að alhæfa svona.

Hvar stundar kirkjan hjálparstarf þar sem það tengist á engan hátt kirkjulegu starfi eða trúboði?

Hjalti - 11/02/05 13:46 #

Mér finnst nú persónulega þetta...

a) Að veita nauðstöddum kirkjum aðstoð og styðja starfsemi þeirra.

...vera kristinboðslegt.

Ég býst samt við því að þessi stuðningur og aðstoð séu einungis til "veraldlegra" verkefna. En Hjálparstarf kirkjunnar tók til dæmis þátt í því að byggja höfuðstöðvar Sameinuðu indversku kirkjunnar "sem unnið hefur að hjálparstörfum og kristniboði í Andhra Pradesh héraði yfir 30 ár."#

Mætti kannski kalla þetta óbeint kristinboð.

Binni - 11/02/05 20:12 #

Ég er sammála þér, Matti, um þetta efni. En hér, eins og víða annars staðar, þarf að greina sauðina frá höfrunum; að þekkja hauk frá hegra. Ég held þú vitir innst inni, Matti, að hjálparstarf kirkjunnar er skilyrðislaust. Ég veit að margir bókstafstrúarmenn (sem eru býsna iðnir við hjálparstörf) prédika á undan hjálpinni.

Kristján Atli - 15/02/05 07:58 #

Það er erfitt að alhæfa svona á meðan maður veit ekki alla, nákvæma málvexti Matti. Til dæmis, ef starfsmenn frá Nike hefðu mætt þarna í Nike-fatnaði og farið að dreifa matvælum og nauðsynjum frá borðum og bílum merktum Nike, myndum við þá vera að missa okkur?

Auðvitað er kristniboð hluti af hjálparstarfi kirkjunnar - það getur ekki verið neitt annað, í eðli sínu. Þótt fólkið sé ómerkt og í ómerktum bílum að útbýtta mat þá segir það eflaust, trú sinni samkvæmt, "Guð blessi þig" við þolendur þessa harmleiks. Þannig að kristniboðið á sér alltaf stað.

Æji ég veit ekki, mér finnst bara erfitt að ætla að alhæfa svona. Kannski var þessi einangraði hópur gríðarlega ósvífinn og skítlegur ... en það þarf svo sem ekki að koma á óvart að innan raða kristinna hópa - eins og allra annarra samfélaga á Jörðinni - leynist nokkur rotin epli.

Matti Á. - 16/02/05 00:24 #

Auðvitað er kristniboð hluti af hjálparstarfi kirkjunnar
Annað vilja margir kirkjunnar menn meina og móðgast jafnvel ákaflega þegar slíkt er gefið í skyn.

En að mínu mati fellur það ekki undir kristniboð að segja "Guð blessi þig", ég er ekki svo öfgafullur. Ef það væri bara þessháttar myndi ég ekkert setja út á þetta.

Ég ætla alls ekki að halda því fram að þetta ákveðna tilvik sé á einhvern hátt dæmigert.