Örvitinn

Risotto og þoka

Sveppa og kjúklinga risotto Foreldrar mínir voru á Ítalíu í síðustu viku og komu færandi hendi í kvöld, gáfu okkur myndarlegt ostykki og stóran poka af þurrkuðum sveppum. Eldaði sveppa og kjúklingarisotto sem heppnaðist afar vel. Ég held stundum að ég eigi mest megnis að halda mig við risotto matreiðslu. Smjörsteikti kjúklingabringur. Notaði saffran í soðið fyrst ég átti það til, hvítvín að sjálfsögðu, parmesan ost og slatta af ferskri basiliku.

Skellti mér út og reyndi að fanga þokuna. [1,2,3]. Veit ekki hvort það heppnaðist en ég fór a.m.k . út með þrífótinn. Þurfti svo í kjölfarið að laga myndaskriftið mitt svo það tæki tillit til opnunartíma sem er meira en 1sek, til hvers að spá í jaðarvilvikum fyrr en nauðsyn ber. Furðuleg tilhögun á þessum exif upplýsingum annars, ekki alltaf auðvelt að lesa úr þessu.

dagbók