Örvitinn

Trúboð í Holtaskóla

Frétt RÚV

Skólastjórinn segir gott að byrja daginn á bæn en þar sé ekkert trúboð á ferðinni.

Hvað þá? "Matthías segir gott að byrja daginn á því að rúnka sér fyrir framan vinnufélagana en þar sé ekkert kynferðislegt á ferðinni".

Að mínu mati eiga ráðamenn að segja þessari konu upp samstundis og áminna kennara skólans. Þetta er skandall.

Hún telur fremur ástæðu til að auka veg kristinnar siðfræði í skólum en draga úr henni. Það sé nauðsynlegt veganesti út í lífið að hafa einhverja trú á æðri mátt.

Ég hvet fólk til að horfa á fréttina, hlusta á skassið.

Ég segi það enn og aftur, ástandi er verra en ég hélt. Ég er alveg gapandi yfir þessu.

kristni
Athugasemdir

Hjalti - 23/02/05 01:56 #

Þetta er nú bara smá hugleiðsla í upphafi dagsins, partur af trúarbragðafræðslunni. :)

Jón Arnar - 23/02/05 17:42 #

Já, ég horfði á fréttirnar af netinu og blöskraði aldeilis. Skemmtilegt líka að skólastjórinn gat ekki svarað hvort einhver íslensk börn væru utan trúfélaga, en auðvitað væri skólinn með innflytjendur sem gætu verið annarrar trúar..

Matti Á. - 24/02/05 02:18 #

Samkvæmt mælistikum djákna er þessi færsla skítkast. Ætli það sé ekki orðið "skass" sem stuðar hann.

Mér þykir þetta afar hóflega rituð grein miðað við tilefnið.