Örvitinn

Pizzugerð II

Bjuggum til pizzur í kvöld. Eitt af markmiðum ársins var að læra að gera pizzubotna og Óttar sýndi mér um daginn hvernig maður á að bera sig við baksturinn. Ég hef alltaf verið óttasleginn við gerbakstur.

Ég hrærði saman í deig og hnoðaði af miklu mætti. Viti menn, þetta heppnaðist stórvel. Kolla og Inga María settu á eina pizzu, ég og Gyða sáum um restina. Allt í allt fjórar meðalstóra pizzur með þunnum botni, eins og ég vill hafa þær.

Notaði mozarella ost á tvær pizzur, afskaplega kemur það vel út. Reif parmesan ost yfir líka. Át svo alltof mikið, sérstaklega í ljósi þess að ég er að fara í fótbolta klukkan tíu. Sú sem myndin er af var með mozarella, pepperoni, sveppum, hvítlauk og ferskri basiliku.

Hér með kann ég að búa til pizzubotna, aldrei að vita nema ég gerist djarfari við baksturinn á næstunni.

Myndir voru teknar.

matur
Athugasemdir

sirryth - 24/02/05 09:58 #

Ekkert smá girnilegar pizzur :D

Einar - 24/02/05 14:38 #

Er einhver séns að þú gefir upp þessa pizzubotna uppskrift??

Matti Á. - 24/02/05 14:47 #

Þó það nú væri, hér er þetta eftir minni, leiðrétti þetta í kvöld ef ég man þetta vitlaust.

  • 800 gr hveiti
  • 2 dl volgt vatn
  • 1 dl pilsner (ég átti ekki pilsner, notaði 3 dl vatn)
  • 3 matskeiðar þurrger
  • 1 tsk salt
  • 2 msk olía

Skella öllu í skál og hræra saman með sleif. Hnoða svo á hreinu borði með hveiti í 8-10 mínútur. Móta í kúlu og setja í skál, setja viskustykki yfir skálina og látið standa á hlýum stað í 40-50 mínútur.

Deigið ætti að hafa risið verulega. Byrja á því að ýta loftinu úr því með hnefanum. Taka svo deigið og hnoða í 2 mín, þvínæst skipta því í fjóra hluta og móta pizzurnar, mega vera ansi þunnar en passa þarf að það komi ekki gat í þær.

Ég var með eina uppskrift frá Óttari og kíkti einnig á þrjár aðrar í bókum sem ég á, þetta var allt ósköp svipað.

Gyða - 24/02/05 18:33 #

Var það ekki 1 msk olía og þú sagðir við í gær úps ég var næstum búin að setja einn dl í stað einnar matsskeiðar. Eða það var eitthvað slíkt.

Matti Á. - 24/02/05 18:36 #

Hmm. það gæti verið :-) Kíktu á miðann, hann er uppi í eldhúsi.

Matti Á. - 24/02/05 19:55 #

Tvær matskeiðar var það víst :-)