Örvitinn

Greindarskertir eða siðlausir

Þegar ég les skrif ákveðinna presta, þar sem þeir reyna að réttlæta bænahald í opinberum skólum, get ég ekki dregið aðra ályktun en að þeir séu verulega greindarskertir eða fullkomlega siðlausir.

Umræða síðustu daga hræðir mig dálítið, finnst eins og íhaldssamir trúarnöttarar séu að fá mikinn hljómgrunn. Ekki síst vegna aðstoðar frá íhaldssömum fjölmiðlum og óheiðarlegum fjölmiðlamönnum.

kristni
Athugasemdir

Kristján Atli - 28/02/05 00:40 #

Ég geri ráð fyrir að með "umræðu síðustu daga" sértu að tala um Silfur Egils í dag (27. feb), þar sem verið er að ræða nærveru bænarinnar í grunnskólum?

Þarna eru tveir menn, annar er sömu skoðunar og þú Matti en hinn "sér ekkert athugavert við það að bænin sé í skólum, að börnin okkar séu alin upp við það að það sé eðlilegt að vera trúuð" og segist síðan vel skilja ef börn af annarri trú en kristni vilji "vera útundan" á meðan bænastund fer fram í byrjun hvers skóladags.

Hvers konar djöfulsins rugl er þetta? Ef það hefði átt að byrja hvern skóladag á bæn þegar ég var í skóla hefði ég lagt það í vana minn að mæta of seint. Og ef maðurinn heldur að það eitt að "vera ekki með" í bænahaldi leysi einhvern vanda, þá er ekki mikið um rökhugsun hjá þessum manni. Ef einhvern tímann er boðið upp á einelti, þá er það með því að hafa eitt eða tvö börn í hverjum bekk úti í horni á meðan hin sitja og fara með faðirvorið.

Bendi á: pistil Egils Helga og umræðu á vef hans pistil um þennan þátt S.E. á Vantrú.net

Það sem mér fannst samt ótrúlegast var þegar Egill Helga stökk til og fór að verja trúarnöttarann. Ég varð kjaftstopp, hef hingað til haldið að Egill sé viti borinn maður og allt það. En það er ofar mér hvernig jafnvel harðtrúaðasti kristni einstaklingur getur sagt að það brjóti ekki á rétti minnihluta að neyða grunnskólanemendur til bænahalds. Ég næ því einfaldlega ekki.

Fyrir utan það að ég er viss um að unglingar landsins - trúaðir eður ei - hafa örugglega engan áhuga á að fara með faðirvorið eða trúarjátninguna á hverjum einasta morgni.

Jón Magnús - 28/02/05 00:55 #

Það er löngu vitað að rökhugsun Jóns Vals er af skornum skammti, því miður. Með Egil, þá er mitt álit á manninum hrunið eftir að hann sagði þetta í morgunsjónvarpinu: "Af hverju eigum við að kenna önnur trúarbrögð?! það er alveg hægt að kenna eitthvað smá, það má taka einhvern einn tíma til að kenna eitthvað um hindúisma eða eitthvað svoleiðis. Enda erum við ekki hindúar, með fullri virðingu, þá er hindúismi bara (svo gerir hann eitthvað fokk-merki upp í kokið á sér til að sýna hvað mikið kjaftæði(gubb) hindúismi er), í alvörunni!".

Maður sem veit ekki hvað er rangt við að segja svona á við vandamál að stríða.

Matti Á. - 28/02/05 01:07 #

Egill Helgason á stóran part, bæði á vefnum og í þættinum. Fáránlegur pistill á Andríki kemur þarna inn í, einhverjir aðrir frjálshyggjukúkar (djöfull er ég í góðu skapi í dag :-) ) voru líka að rugla um þetta og nota í áróður fyrir einkavæðingu skóla, trúlausir gætu þá bara sett krakkana sína í trúleysisskóla! Staksteinar moggans, Björn Bjarnason, Halldór Ásgrímsson. Þetta er úti um allt.

Skrif ákveðinna presta.

AndriÞ - 28/02/05 14:38 #

Eitt af því góða við þessa umfjöllun er sú staðreynd að hún verður til þess að allir trúarnöttararnir hér á landi koma út úr skápnum.

Birgir Baldursson - 28/02/05 16:36 #

Og það hræðilega er að þeir reynast vera mýmargir :(

AndriÞ - 28/02/05 17:35 #

En þá fyrst kemur umfang vandans í ljós.

Birgir Baldursson - 01/03/05 02:52 #

Já, og það er sjokkerandi. Sjáðu bara kellínguna í DV í dag. Ætli viðhorf hennar sé almennt?

Hjalti - 01/03/05 03:08 #

Jamm, þessi grein fékk blóðið til að hækka um hálfa gráðu. Það væri kannski hægt að snúa þessu á haus: "Allir eru trúlausir, því að þegar þeir hafa það frábært eru þeir ekki sífellt með bænakvak"

Annars er tilgangslaust að pæla í skrifum ákveðinna presta. Þeir virðast bara heyra í jámönnum og beita ofbeldi þegar upp kemst um bullið.

Matti Á. - 01/03/05 09:30 #

Ég missti alveg af þessari kerlingu í DV, hvað var í gangi þar?

Birgir Baldursson - 01/03/05 13:25 #

Enginn er trúlaus í skotgröfum-rökvillan. Fyrirögnin er mögnuð: Varið ykkur trúleysingjar.