Örvitinn

Gamlar sálir

Mæli með pistli dagsins á Vantrú; Þú ert gömul sál. Aðdragandi þessa pistils er umræða sem við áttum á fimmta bjór á föstudaginn og kenning sem við settum fram í glensi, Birgir tók sig svo til, framkvæmdi tilraun og staðfesti kenninguna.

Þú ert gömul sál

Ég komst að því um helgina hve óhugnanlega auðvelt það er að ná valdi yfir fólki með því að höfða til trúgirni þess.

efahyggja
Athugasemdir

AndriÞ - 28/02/05 12:50 #

Hvernig ætli svona fólk skilgreini hvað gamlar sálir séu: "Já, uh, þetta er svona...kannski heimspekilegt og...dulrænt. Já, dulrænt! Það er málið!"

Matti Á. - 28/02/05 12:55 #

Tja, ég var einu sinni kallaður "gömul sál" af stúlku á kaffihúsi. Eflaust tengdist það því að ég var eitthvað opinn fyrir nýaldarbulli þá.

Skilgreiningin byggir á endurholdgun, þeir sem eru gamlar sálir hafa fæðst oft og eru dýpri og merkilegri en "ungar sálir".

AndriÞ - 28/02/05 19:25 #

Mjög svo interessant allt saman. Örugglega hægt að finna einhver próf á netinu þar sem maður getur fundið út hversu gömul sálin manns er og þau gefa öll örugglega misvísandi niðurstöður, "You have had, 24 previous souls".