Örvitinn

Græjukaup

Var að leggja inn pöntun hjá bhpoto.

Kostar sama og ekki neitt! Ég gafst upp á að leita að eldri og vandaðari linsum á e-bay, alltof mikil eftirspurn og verðið ekki ásættanlegt. Ákvað því að kaupa ódýra zoom linsu sem fær ágætis dóma. Hef ekki efni (les, kaupheimild) til að fara út í 80-200 2.8 linsu. Í tilefni þess hve ódýr linsan er ákvað ég að kaupa auka minniskort og rafhlöðu í leiðinni. Reyndar endist rafhlaðan á D70 alveg ótrúlega vel en það er gott að vera með auka, sérstaklega þar sem einn umgangur af einnota rafhlöðum kostar álíka mikið og auka hleðslurafhlaðan.

Þessu tengt: Ódýrar zoom linsur

græjur
Athugasemdir