Örvitinn

Samsæriskenningar um 9/11 í Silfri Egils

Elías Davíðsson verður í Silfri Egils á Sunnudaginn að fabúlara um árásirnar á tvíburaturnana og Pentagon 11. sept 2001.

Síðustu helgi voru tveir gaurar frá Gagnauga að kynna heimildarmyndir og meðal annars mynd um sama efni, brot úr myndinni voru sýnd í þættinum og þar voru nokkrar klárar staðreyndavillur.

Stálið bráðnaði ekki, við áreksturinn fór hitavörnin af bitunum, hitinn sem myndaðist við bruna eldsneytis og innanstokksmuna dugði svo til að veikja stálbitana. Keðjuverkun olli því að hver hæð hrundi á eftir annarri.

Bygging við hlið tvíburaturnanna hrundi þar sem burðarsúlur, sem voru óeðlilega mikilvægur hluti burðarvirkis þeirrar byggingar, löskuðust við hrun turnanna.

Þetta og fleira má finna í ágætri grein á Popular Mechanics.

Málið með samsærissinna eins og Elías er að þeir geta alltaf bætt við kenningarnar. Þegar búið er að benda á að það sé bull að stálið í turnunum hafi ekki getað "bráðnað" finna þeir bara eitthvað nýtt. Það getur vel verið að Elías hafi margt merkilegt að segja um ýmsa hluti, en það sem hann skrifar um 11. september er margtuggið kjaftæði.

Það er ekki nokkur leið að sannfæra samsæriskenningarsinna í þessum efnum, að þessu leyti eru þeir nákvæmlega eins og sköpunarsinnar og þeir sem trúa ekki á tunglferðir. Þetta lið hefur of mikinn tíma, það er ekki nokkur leið að keppa við það í magni - en yfirleitt auðvelt að hafa betur í gæðum.

Ég hef áður minnst örlítið á Pentagon dæmið.

Lygarnar eru þarna úti

"Everyone is entitled to his own opinion," the great Sen. Daniel Patrick Moynihan of New York was fond of saying. "He is not entitled to his own facts."
...
Don't get me wrong: Healthy skepticism is a good thing. Nobody should take everything they hear--from the government, the media or anybody else--at face value. But in a culture shaped by Oliver Stone movies and "X-Files" episodes, it is apparently getting harder for simple, hard facts to hold their own against elaborate, shadowy theorizing.

samsæriskenningar
Athugasemdir

Vésteinn Valgarðsson - 04/03/05 14:28 #

Það er margt gruggugt við 11. september. Þegar menn fara að sökkva sér í atburði þess örlagaríka dags er hins vegar auðvelt að gleyma sér og sjá merki um eitthvað óeðlilegt þar sem engin merki eru. Gagnrýnin hugsun þarf að virka í báðar áttir: Þótt margt sé gruggugt varðandi 11. september er ekki þar með sagt að það sé allt gruggugt við hann, eða að allar hugmyndir sem efasemdamenn hafa séu sannar. Mál efasemdamanna hafa verið reifuð ítarlega, og þótt ekki sé allt á rökum reist eru samt nógu margar stoðir eftir undir málinu til að það standi. Þessi grein á Popular Mechanics er að sönnu vel þess virði að lesa hana, og í henni kemur ýmislegt fram sem menn hljóta að leggja hlustir við, en engu að síður hrekur hún alls ekki allan málflutning efasemdamanna.

Matti Á. - 04/03/05 14:49 #

en engu að síður hrekur hún alls ekki allan málflutning efasemdamanna.
Ekkert mun hrekja allan málflutning efasemdarmanna í þessu máli.

Það er kjarni málsins.

Vésteinn Valgarðsson - 05/03/05 20:23 #

Kjarni málsins er sá að það er í alvörunni ýmislegt í kring um 11. september sem er tortryggilegt, svo ekki sé meira sagt. Það er full ástæða til að beina ljóskösturunum gagnrýninnar að því sem fór fram þann dag. Full ástæða til þess. Ef það eru alvarlegir brestir í opinberu sögunni, þá ber okkur að berja í brestina og reyna að komast nær sannleikanum.

Matti Á. - 05/03/05 20:35 #

Ég hef satt að segja ekki séð neitt tortryggilegt og bitastætt varðandi 11. september. Ég hef aftur á móti séð fullt af staðlausum ásökunum og samsæriskenningum.

Það sem er tortryggilegt er hvernig bandarísk yfirvöld hafa notað þessa atburði til að réttlæta gjörðir sínar eftir atburðinn.

Vafalítið er stundum eitthvað að marka einhverjar samsæriskenningar. Ég hef bara ekki séð neitt slíkt í þessu tiltekna dæmi.

Matti Á. - 06/03/05 13:37 #

Er að horfa á þáttinn.

Ég vorkenni Elíasi, þetta er satt að segja hlægilegt.

Skondið atriði, sýnt er frá viðtali við slökkviliðsmenn sem lýsa því er þeir hlupu frá hrynjandi turnunum. Einn þeirra segir, "svo hrundi húsið eins og þetta hefði verið plönuð sprenging..." og Elías segir eftir innskotið, "þetta er ekki eina heimild okkar fyrir sprengingunum". Uh, þetta var alls engin heimild, náunginn var bara að segja hvernig þetta leit út. Hann fullyrti ekki að byggingarnar hefður verið sprengdar.

Egill stendir sig ágætlega, hann setur fram gagnrýni. Annars sér Elías sjálfur um að skjóta sig í kaf. Trúi ekki öðru en að fólk sjái það.

"Svo verða menn bara að vega þetta og meta, hvað þeim finnst um þetta" eru lokaorð þáttarins. Dálítið erfitt eftir svona einhliða áróður.

Hvar á fólk svo að finna heimildir. Samsæriskenningarsinnar eru alveg búnir að rústa Google í þessu máli, sem er grafalvarlegt að mínu mati. Ekki nema vona að sífellt fleiri taki þetta trúanlegt þegar áróðurinn er svona einhliða.

gunnar - 07/03/05 01:51 #

Og mér sem finnst einmitt áróðurinn hafa verið einhliða fyrir opinberum kenningum (staðhæfingum) Bandaríkjastjórnar. Allar vestrænar fréttastofur flytja þann áróður athugasemdalaust.

En þú kallar það væntanlega ekki áróður af því að þú ert sammála þeim kenningum?

Matti Á. - 07/03/05 02:03 #

Smelltu á Google linkinn og taktu eftir því að af hundrað fyrstu svörunum er svona helmingurinn sama greinin.

"Opinberar kenningar Bandaríkjastjórnar" varðandi þessa atburði er það sem gögnin benda til að hafi gerst. Ég er ekkert "sammála" þeim kenningum, ég tel einfaldlega að yfirgnæfandi líkur séu á að þær sé sannar.

Þar með er ekki satt, eins og þú gefur í skyn, að ég trúi öllu sem Bandaríkjastjórn segir.

En það er ágætt að þessi umræða snýst ekki lengur um það hvort farþegaþota full af fólki hafi flogið á Pentagon og Tvíburaturnana. Umræðan verður þá a.m.k. skýrari.

Menn geta þá einbeitt sér að því að kenna CIA um hryðjuverkin. Ég nenni alls ekki að taka þátt í þeirri umræðu.

Tel það satt að segja vera alveg jafn haldlitla kenningu og rökin alveg jafn glórulaus.

JoiGisla - 07/03/05 16:46 #

Minns vill bara sjá almenilegt myndefni af flugvélinni sem fór á Pentagon...þá verð ég sáttur. Skringilegt ef það er ekki til meira heldur en 5 lélegir rammar þar sem flugvélin sést varla - sem gefur "samsæriskenningamönnum" nátturlega byr undir báða vængi. Þetta er mjög sanngjörn krafa og ætti ekki að flokka undir samsæriskenningu...

Matti Á. - 07/03/05 16:54 #

Hvaða heimildir styðja þá fullyrðingu að til sé betra myndefni?

Flugvélin kemur fljúgandi yfir hraðbrautina á ógnarhraða og nokkrum sekúndum síðar er hún lent á Pentagon.

Það er til ein myndbandsupptaka af því þegar fyrri vélin flauga á Tvíburaturnana og það var algjör tilviljun að hún var tekin upp. Að sjálfsögðu eru til ótal upptökur af síðari flugvélinni en við vitum skýringuna á því, allir voru mættir á staðinn.

Er hugsanlegt að fólki hafi óeðlilegar væntingar til vídeóupptakna útaf því hve mikið er til af myndefni frá Tvíburaturnunum?

Þessi krafa er ekki "sanngjörn" nema efnið sé til. Þær sögur sem maður hefur heyrt um að leyniþjónustan hafi gert efni upptækt eru vægast sagt vafasamar.

Hvað býstu við mörgum römmum úr vídeóuupptökuvél sem hugsanlega tekur 30 ramma á sekúndur, flugvélin er ekki nema brot úr sekúndu á því svæði sem öryggismyndavélin náði yfir.

Dugar þér virkilega ekki að lesa þetta? Sjá myndirnar af flaki vélarinnar, lesa að svarti kassinn fannst og líkamsleifar farþega og áhafnar?

Hvað dugir þá?

JoiGisla - 07/03/05 17:20 #

Ok sorry, ég er svo barnalegur að halda að Pentagon sé með almenilegt öryggiskerfi. Djöfulsins fáviti getur mar verið. Samsæri! Samsæri! aaaaa. Helvítis óheppni að það hafi bara verið 5 lélegir rammar...

Æi svona í alvöru talað, þá skammast ég mín ekkert fyrir að vera í vafa um þetta. Alltílagi að vera í smá vafa.

Að klessa flugvél á Pentagon er ekki það sama og að klessa á World Trade Center buddy...

Matti Á. - 07/03/05 17:34 #

Það er engin ástæða til að tala um að einhver sé "barnalegur", ég sagði hvergi að þú værir það.

Það er ekkert að því að vera í vafa, efast um gefnar staðreyndir og vilja skoða allar hliðar málsins. En í þessu tilviki eru sannanirnar fyrir því að farþegaþota hafi flogið á Pentagon yfirgnæfandi. Það er satt að segja ekki í lagi, að mínu hógvera mati, að hunsa öll þau gögn sem fram hafa komið og krefjast meiri og betri gagna. Þannig væri endalaust hægt að halda og þetta er nákvæmlega það sem sköpunarsinnar gera. Þeir sætta sig aldrei við þær sannanir sem lagðar hafa verið fram til að rökstyðjá þróun, heldur biðja sífellt um nýjar og betri. Það sjá allir að það er bara bull.

Þú lætur eins og myndbandsupptaka af atvikinu sé það eina sem skiptir máli, hvað með allt hitt? Hvað með svarta kassann, flak vélarinnar og líkamsleifar áhafnar og farþega?

Eins og segir í tilvitnun hér fyrir ofan. "Það mega allir hafa sína skoðun, en ekki sínar staðreyndir."

JoiGisla - 07/03/05 17:34 #

My point...

Ég reikna með fleiri myndavélum í kringum Pentagon sem myndu ná viðunandi myndefni af þessu.

Það mun ekki vera til = ég er í vafa.

In any case, þá fer ég fram á betri öryggisgæslu við Pentagon...

Matti Á. - 07/03/05 17:37 #

Hvernig ætti hún að vera "meiri" og hvernig hefði það hjálpað í þessu tilviki?

Hvernig vegur það upp á móti öllum hinum gögnunum? Vitnum, braki, líkamsleifum, flugrita, símtölum farþega vélarinnar. Ógildist það úaf því að ekki er hægt að horfa á þetta í sjónvarpi?

Er það ekki dálítið póstmódern?

JoiGisla - 07/03/05 17:51 #

Hehe, hefði ekki hjálpað vitund nátturlega. Hefði samt gefið betri mynd af því hvað gerðist. T.d. hefði verið skemmtilegt ef einhverjar tvær myndavélar hefðu coverað einhver...bara einhver 2 sjónarhorn af flugvélinni þegar hún nálgaðist. Það hefði gert allt mikklu auðveldara...annars hljóta að vakna grunsemdir (þetta var Pentagon - þar sem er búist við meiri tækjabúnað) og þá verður automatískt farið að setja spurningamerki við aðrar sannanir málsins. Það er mjög eðlilegt.

Sjálfur trúi ég því að þetta hafi sennilega verið flugvél...það kemur bara málinu ekkert við. Það er óumdeilanlega skringilegt að það séu ekki fleiri myndavélar við Pentagon sem skjóti einhverjar hliðar að aðfluginu.

Jói Póstmó

Matti Á. - 07/03/05 18:40 #

Það væri alltaf betra að hafa meiri gögn :-)

Annars er ég margoft búinn að lýsa því yfir að ég nenni ekki að snúa fólki í þessu máli. Greinilega lítið að marka það :-P

JoiGisla - 07/03/05 18:49 #

jájá...vil nú samt ekki vera settur í hóp með creationistum og wanabe fox mulderum ;) Þykir þetta bara vera helvíti stór gloppa.