Örvitinn

Hvað er pakki lengi frá New York?

Er það full mikil bjartsýni að láta sig dreyma að pakki sendur með venjulegum flugpósti (USPS - Airmail Parcel Post) sé kominn til landsins ef hann var afgreiddur úr verslun á mánudaginn þetta var á þriðjudag, þá er fullmikil bjartsýni að búast við þessu fyrir helgi?

Leiðist að bíða eftir dóti, vil fá, ekki þrá :-)

dagbók
Athugasemdir

Erna - 04/03/05 21:27 #

Heh.. ég er auðvitað að svara þessu allt of seint, sá ekki færsluna fyrr en núna, en mín reynsla af því að senda dót héðan frá NY er sú að hlutirnir taka allt frá þremur dögum upp í viku :) Ef þú ferð einhvern tíman til New York, þá er skylda að kíja í bí and eids, það er svo skondin búð, svona fyrir utan allar kúl ljósmyndagræjurnar sem þeir selja. Bara að passa sig á því að það er lokað á laugardögum að hætti conservative gyðinga.

Matti Á. - 04/03/05 21:56 #

Já, þetta kom ekki í kvöld - eflaust fast í tollinum. Ég þoli ekki að bíða :-)

Ég hef heyrt ýmsar sögur af B&H - kíki þangað pottþétt þegar ég fer til New York.

Glórulaust að hafa aldrei komið til New York fyrir utan millilendingu á JFK.