Örvitinn

Fótboltinn í dag sökkaði

Eftir að hafa horft á allt nema síðustu fjórar mínúturnar af þessari hörmung brunaði ég í Kópavog til að spila innibolta.

Var dálítið seinn, lagði fyrir utan íþróttahús Kársnesskóla á mínútunni fimm. Skokkaði frá bílastæðinu og mætti hópnum við innganginn. Húsið var læst, enginn starfsmaður á svæðinu.

Biðum í hálftíma en enginn mætti.

Ekki góður dagur fótboltalega séð.

kvabb
Athugasemdir

Kristján Atli - 05/03/05 18:36 #

Ái! Tvöföld hörmung ... ofboðslega vorkenni ég þér. Eina ástæðan fyrir því að ég held ró minni eftir þetta tap í dag er það að ég veit að ég fæ að sparka í nokkra United-aðdáendur í innibolta á morgun.

Veit ekki hvað ég myndi gera ef það myndi falla niður...

Matti Á. - 05/03/05 20:15 #

Það voru satt að segja meiri vonbrigði að inniboltinn klikkaði. Ég var nefnilega ekkert sérlega vongóður fyrir Liverpool leikinn :-(

Það versta við að það var enginn bolti í dag er þá missti ég af tækifærinu til að gera eitthvað stórkostlegt í boltanum og spyrja svo; "af hverju gerði Gerrard/Baros/Garcia þetta ekki áðan" !

AndriÞ - 05/03/05 21:40 #

Sei, sei, ætlar þessi sofandi Liverpool risi aldrei að vakna?

Greinilega ekki...