Örvitinn

Biskupinn er ennþá fífl!

Fólk ætti að vera búið að átta sig á að Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, er fordómafullt fífl. Sumir sveinar hans hafa þó reynt að verja kallinn og túlka orð hans með ótrúlegum útúrsnúningum til að fegra málflutning meistarans.

Jæja, karlinn heldur áfram. Hjalti vísaði á þessa prédikun. Áhugavert verður að sjá hvernig fræðingarnir verja biskup í þetta skipti.

Hvernig manneskja viltu vera?

Ekkert foreldri getur varið barn sitt fyrir ágengni þess ofstækis sem helst sækir að þeim hjörtum og sálum sem ekki hafa fengið næringu trúar, ekki hafa fengið viðmið helgra sagna og helgrar iðkunar og ein megna að hamla gegn áhrifum sálardeyðandi og mannskemmandi guðleysis og vantrúar. (skáletrun mín MÁ)

Biskup hafnar alfarið öllum hugmyndum um hlutleysi í trúmálum.

En það er ekkert nema innræting - af verstu sort. Það að þegja um trú er innræting gegn trú.

Reyndar er hann þarna að snúa út úr umræðu síðustu daga á nákvæmlega sama hátt og Egill Helgason og Jón Gnarr. Furðuleg þessi árátta trúmanna að berjast við fuglahræður (strámenn).

Ég velti hlutleysi í trúmálum einu sinni fyrir mér. Hvað segir það okkur um skoðun ef það telst innræting gegn henni að þegja um hana? Myndi það teljast innræting gegn kynþáttafordómum að þegja um þá? Er því ekki einmitt öfugt farið - með því að þegja um vitlausar skoðanir er á vissan hátt verið að innræta þær - a.m.k. auðvelda útbreiðslu þeirra. Það gagnrýnisleysi sem hefur verið ríkjandi í skólum varðandi trú og trúarbrögð, sérstaklega kristni, í skólum hér á landi jafngildir að vissu leysi trúarinnrætingu að mínu mati.

kristni
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 07/03/05 20:58 #

Mannskemmandi guðleysi og vantrú. Nú er þetta grímulaust hjá honum og ekki hægt að sjá hvernig Halldór E., Skúli og aðrir annálistar geta varið málflutninginn.

Eða tákna kannski hugtökin guðleysi og vantrú þarna bara skort á trausti? Já, þetta er nú meira fíflið.

Hjalti - 08/03/05 01:31 #

Ef til vill eru annálistar að innræta okkur gegn þessari skoðun Kalla með því að þegja um hana. :)

Björn Friðgeir - 08/03/05 07:16 #

En spáðu. Við erum öll sammála (meira eða minna) „Ég held að sjö undur veraldar séu þessi: 1. Að sjá 2. að heyra 3. að snerta 4. að finna bragð 5. að finna til 6. að hlæja 7. og að elska.” Verðum við þá ekki að viðurkenna að ALLT HITT sem biskupinn segir sé satt og rétt?? Ég held nú síður!

Halldór E. - 08/03/05 13:06 #

Ég trúði því í raun og veru að biskup væri að tala um trúleysi í víðri merkingu þess orðs á síðum DV. Hins vegar er ljóst að þessi orð hans er ekki hægt að útskýra á þann veg.

Matti Á. - 08/03/05 14:00 #

Þakka þér fyrir. Fyrirgefðu sveinatal.