Örvitinn

Fótboltinn í kvöld sökkaði alls ekki

Afskaplega var ánægjulegt að horfa á leikinn í kvöld. Þetta var nokkuð stresslaust, reyndar hafði ég áhyggjur af því að þetta yrði einhver skandall þegar dómari leiksins ákvað að sleppa augljósri vítaspyrnu þegar Baros var felldur, en sem betur fer fór leikurinn ekki út í neina vitleysu.

Eftir fótboltagláp skellti ég mér í Fífuna og spilaði fótbolta. Djöfull er það gaman þrátt fyrir lélegt form. Held ég hafi ekki skorað eitt einasta mark, en það gerir ekkert til, ég lagði upp mörk í staðin :-)

Þetta var semsagt miklu betri fótboltadagur en laugardagurinn síðsti.

Horfði á eitthvað af The Corporation fyrir leik, náði reyndar ekki að horfa á nema svona 45 mínútur, heyrði ósköp lítið þegar hækkað var í sjónvarpinu.

Þegar ég kom heim eftir boltann beið bréf frá póstinum. Ég þarf að mæta í tollafgreiðsluna með reikning eða gefa þeim leyfi til að opna pakkann. Árans vesen er þetta, af hverju gátu þeir ekki sent þetta heim :-( Sæki dótið á morgun.

boltinn
Athugasemdir

Gummi Jóh - 10/03/05 16:12 #

Ekkert mál með Póstinn. Þegar þeir vilja þetta sendirðu þeim bara meil á tollmidlun@postur.is og gefur þeim leyfi til að opna pakkann. Oftast daginn eftir koma þeim með hann heim til þín. Ég er Ebay hóra og geri þetta allveganna alltaf svona.

Fer aldrei þarna upp eftir sama hvað tautar og raular.

Matti Á. - 10/03/05 17:11 #

Ég gat ekki beðið, þannig að ég skaust strax í morgun, en gott að vita af þessum möguleika.

Aftur á móti var engin ástæða fyrir póstinn til að standa í þessu veseni, þeir hefðu getað sent mér pakkann í gær (eða jafn fyrr!). Reikningurinn var í plasti utan á kassanum. Ég gæti trúað að þeir höndli tugi kassa frá B&H í hverjum mánuði, þannig að ég skil ekki málið!