Örvitinn

Linsan og pósturinn

sigma apo 70 300Fór og sótti linsuna upp á Höfða í morgun. Afgreiðslan gekk hratt fyrir sig en þegar ég spurði konuna í afgreiðslunni af hverju ég hefði þurft að mæta á staðinn, af hverju þetta hefði ekki verið heimsent, skyldi hún ekkert í því þar sem reikningurinn var utan á kassanum.

Hvað hefur pósturinn/tollurinn eiginlega á móti mér? (Snillingarnir hjá póstinum)

En linsan, rafhlaðan og minniskortið er semsagt komið í hús. Nú vantar mig bara birtu og eitthvað til að taka myndir af. Get leikið mér með macro á þrífæti í kvöld.

Það fyrsta sem maður tekur eftir með 300mm linsu er hversu andskoti skjálfhentur maður er, ekki auðvelt að taka myndir í litlu ljósi haldandi á linsunni.

græjur
Athugasemdir

sirry - 10/03/05 11:23 #

Til hamingju með nýju linsuna

Matti Á. - 10/03/05 11:53 #

Takk takk :-)

Hvernig komu stjörnumyndirnar út? Þú þarft eiginlega að eignast þrífót og mæta á smá námskeið hjá mér ;-)

Sirrý - 10/03/05 13:15 #

Er með þrífót í láni en var bara ekki með hann með mér. Það voru nokkrar góðar af þessum 100 sem ég tók færði upp í 10 sek en hefði alveg mátt vera lengur en auðvitað var slatti hreyfðar maður sá það á stjörnunum en annars lagði ég vélina frá mér á síman minn nokkrum sinnum og það heppnaðist fínt. Svo var fullt af góðum myndum af hnúknum og geðveik mynd að mér fannst af sólinni af speglast í frosnum sandinum. Væri ekki vitlaust að fá smá kennslu.

Tyrkinn - 11/03/05 12:47 #

Til hamingju með linsuna. Maður er andskoti skjálfhentur á 200-300mm (eða sér það betur). Mundi hafa í huga þumalputtaregluna að hafa hraðann 1/(brennivídd, þ.e. 300x1.5 út af crop factornum). Skilar 1/450 sem þýðir yfirleitt 1/500 í hraða, hand held náttúrulega, þrífótur er annars málið og sennilega besta fjárfestingin í þessum bransa. Oft ekkert grín að ná 1/500 sec. í hraða á ljósopi f/5.6+...

Matti Á. - 11/03/05 12:55 #

Einmitt, nú verður þrífóturinn notaður grimmt. Notaði hann í gærkvöldi í svona fikti.

Til að fá verulega góða skerpu með þessari linsu á bilinu 200-300mm er mælt með að ljósopið sé f8-11. Þá er ég hræddur um að maður verði að bumpa upp iso-inu og vera andskoti stöðugur. En ég á eftir að leika mér helling með þessa linsu, það er alveg ljóst.