Örvitinn

The Shape of Things

Kristján Atli fjallaði einu sinni um þessa mynd og mælti með henni. Eins og Einar lýsir hér tekur maður gjarnan mark á því sem mælt er með á netinu þegar kemur að kvikmyndum, tónlist og bókum.

Greip því spóluna í gærkvöldi. Góð mynd, grimmileg og áleitin. Ég sá fyrir plottið um miðja mynd, veit ekki hvort það var augljóst, en ég á þetta til. Skemmdi samt ekki myndina.

Áhugaverðar pælingar um siðferði og list. Gyðu fannst myndin langdregin á köflum en ég varð ekkert sérstaklega var við það. Kannski vegna þess að ég var með ferðavélina í fanginu :-)

kvikmyndir
Athugasemdir

Kristján Atli - 13/03/05 17:28 #

Ég þyrfti eiginlega að fara að sjá hana aftur, næstum því hálft ár síðan ég sá hana (og færslan er týnd, þökk sé MovableType) en ég man alltaf eftir því hvað ég varð reiður eftir myndina. Svona, fann til með aðalkarakternum (án þess að spilla neinu) ... fannst þú ekki til neinnar reiði/gremju við endalok myndarinnar?

Eins og ég segi, fín mynd sem ég þyrfti að fara að sjá aftur.

Matti Á. - 13/03/05 21:20 #

Vissulega vakti myndin ákveðnar tilfinningar gagnvart illmenninu. Þetta er náttúrulega ótrúlega siðlaust og ómanneskjulegt athæfi.

Varnarræðan var líka veik að ýmsu leyti, þar sem því var haldið fram að um enga þvingun hafi verið að ræða þegar sú þvingun var augljóslega til staðar.

Sannarlega mjög athyglisverð mynd.

Kristján Atli - 14/03/05 00:18 #

Það sem mér fannst athyglisverðast við hana er hvað hún gefur í skyn varðandi sambönd kynjanna. Eða öllu heldur, 'are we really that whipped?'

Skiptir álit kvenna öllu?

Gyða - 14/03/05 08:26 #

Umræða um "skiptir álit kvenna öllu?" Ég held að það sé voðalega lítill munur á kynjunum þarna það eru líka fullt af stelpum sem að breyta útliti sínu og áhugamálum eftir kærastanum hverju sinni. Held þetta snúist miklu frekar um sjálfstraust einstaklingsins og hversu ánægður hann er með sjálfan sig og sitt líf.

En mér fannst sem sagt myndin löng á köflum og átti satt best að segja í stökustu vandræðum með að halda mér vakandi yfir henni. Endirinn er skemmtilegt twist sem gefur myndinni heilmikið en þyrfti samt að vera áhugaverðari mynd í það heila til að ég tengist karakterunum og fengi þessa samúð eða reiði sem þú talar um.