Örvitinn

Guðfræðingar á Bessastöðum

Ég get ekki gert að því, en mér þykir þetta fyndið.

Í ræðu sinni gerði forsetinn m.a. að umtalsefni að Dorrit eiginkona hans væri annarrar trúar en við og tók það sem dæmi um það fjölmenningarsamfélag sem hér væri að verða til. #

Þegar forsetinn segir "við" í þessu sambandi þegar hann talar við hóp guðfræðinga og guðfræðinema, hvað á hann þá við? Af hverju tók ekki forsetinn sjálfan sig sem dæmi um einstakling sem er "annarrar trúar"? Er hann enn að halda því fram að hann sé kristinn? Maðurinn sem sór annað í réttarsal.

Hvernig fara menn að því að líta á Guðfræði sem "vísindagrein"?

Heimsóknin hófst með guðsþjónustu þar sem sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor þjónaði fyrir altari og kór félags guðfræðinema leiddi söng. Úrsúla Árnadóttir guðfræðinemi prédikaði og var það jafnframt lokaprédikun hennar við deildina.

Guðfræðideild HÍ er prestaskóli Þjóðkirkjunnar. Ákafir trúmenn fara inn, ákafari trúmenn koma út. Ef Ágúst Einarsson ætlar að styrkja fjárhag Guðfræðideildar verði hann kosinn rektor vona ég að hann geri það með því að loka deildinni og nota aurinn í annað. Kirkjan getur opnað eigin þjálfunarbúðir.

Akademísk námskeið deildarinnar má flytja í aðrar deildir.

kristni