Örvitinn

Faxtækið ógurlega

Faxtæki Sýslumannsins í Hafnafirði er að spamma vinnusímann minn, búið að hringja sex sinnum síðasta korterið. Segir ekki neitt, pípir bara á mig.

Ég hringdi og reyndi að fá einhvern til að laga þetta en eitthvað gengur það hægt.

Þegar við bjuggum á Tunguveginum, 95-96, lentum við í því að faxtæki fór að hringja í heimasímann okkar á hverri nóttu. Eftir að hafa vaknað nokkrar nætur græjaði ég tölvuna og lét hana taka á móti faxi á nóttunni, þetta var fyrir tíma númerbirtinga held ég, a.m.k. höfðum við ekki aðgang að slíku. Fékk svo fax næstu nótt og komst að því að einhver aðili út í bæ var að senda auglýsinar og hafði númerið okkar lent lista hjá honum. Ég svaraði með því að senda fax til baka þar sem ég fór fram á að þetta yrði leiðrétt. Leturstærð í faxinu sem ég sendi var um 100 punktar og bréfið því ótal blaðsíður þrátt fyrir stuttan texta.

Þessar faxauglýsingar voru náttúrulega forveri nútíma spampósts, nema að það kostaði meira fyrir sendanda og töluvert meira fyrir móttakanda.

Enn hringir Þinglýsingar, innheimtu og tryggingarfaxtæki Sýslumannsins. Spurning hvort ég ætti að senda þeim fax til baka.

dagbók
Athugasemdir

Gummi Jóh - 16/03/05 16:30 #

bíddu bara þangað til að einhver fari að spamma símboðann þinn :)

Samt mjög fyndið hjá þér að svara svona til baka, verður að svara sýslumanninum.

Matti Á. - 16/03/05 16:43 #

Held að Sýslumaður sé hættur að spamma mig, það hefur ekkert gerst í hálftíma. Annars voru tíu símtöl á fjörtíu mínútum.

Ég sendi þeim fax næst :-)