Örvitinn

Úlfaldar og aukastafamýflugur

Í svari sem ég er að setja saman til fyrirtækis út í bæ skrifaði ég setninguna: "Hér er verið að búa til úlfaldahjörð úr orðrómi af mýfluguprumpi". Spurningin er bara, ætli þetta þyki óviðeigandi?

Hvert er vandamálið? Forritari þar á bæ veit ekki hvernig hann á að bregðast við þar sem við sendum frá okkur xs:decimal tölur án aukastafa þó þær séu skilgreindar í skema með tveimur aukastöfum. Vandamál forritarans var hvernig hann ætti að bregðast við ef hann fengi aukastafi í framtíðinni. Þ.e.a.s. núna fær hann 100 en gæti fengið síðar 100.00. Hvoru tveggja eru lögleg xs:decimal gildi.

Svarið er, lestu töluna inn í týpu sem styður aukastafi. Ég hef ekki enn rekist á forritunarmál sem ekki býður upp á að setja heiltölu í rauntölutýpu, sbr: double d = 1;

Mýflugukommentið þarf hugsanlega að lesa í ljósi þess að þetta er þriðja svar mitt til þessa aðila útaf þessu aukastafavandamáli.

16:16

Brá mér á fund, auðvitað sendi ég þetta ekki svona. En mig langaði dálítið til þess :-)

forritun