Örvitinn

Þróunarlegar forsendur fórnfýsi

Sérstaklega fyrir þá sem telja trú forsendu "góðra siða".

Charity begins at Homo sapiens

In this particular version of the game, the researchers got people to play sequentially: one would go and then the other, fully aware of what the first had done. In theory, anyone thinking only of their own personal gain would always cheat, as this pays more than cooperating. But in the experiments, although many of players who went first did cheat, others cooperated, despite knowing that the second player could sucker them by cheating. What's more, roughly half those who went second rewarded cooperation by treating their opponent fairly, even though that meant forgoing an easy pay-off for themselves (Human Nature, vol 13, p 1). "The facts are clear," Fehr says. "Many people are willing to cooperate and to punish those who don't, even when no gain is possible."

This tendency - which researchers call "strong reciprocity" - throws into question the assumption that apparently selfless behaviour must have some selfish explanation. Across disciplines, researchers now agree that people often act against their own self-interest. "This is the most important empirical work on the human sense of justice in many years," says evolutionary biologist Robert Trivers of Rutgers University in New Jersey.

via MeFi

Ýmislegt
Athugasemdir

Már Örlygsson - 22/03/05 13:21 #

Vestrænt samfélag leggur ríka áherslu á löghlýðni og náungakærleika sem dúpstæðar grunndyggðir, og fólk elst upp við þessar hugmyndir og fylgir þeim bæði meðvitað og ómeðvitað.

Hvar stendur að þátttakendurnir hafi ekki einmitt orðið fyrir trúarlegri innrætingu á lífsleið sinni? :-)

Ég sé engin innlegg í umræðuna um trúleysi og siðferði í þessari grein.

Matti Á. - 22/03/05 13:26 #

Greinin færir fyrir því rök að þessar dyggðir hafi þróast þar sem þær hafi leitt af sér betri lífsgæði fyrir einstaklinga og lítil samfélög í árdaga siðmenningar.

M.ö.o. trú er ekki nauðsynleg forsenda þessara dyggða - þær eru náttúrulegar. Maðurinn er ekki syndugt dýr sem trúin þarf að beisla - það býr gott í okkur. Þannig þróuðumst við bara.

Már Örlygsson - 22/03/05 13:28 #

P.S. bara aðeins að tussast í þér Matti minn. Mér finnast kenningarnar sem sagt er frá í greininni trúverðugar, og ég held einmitt að siðferðislegir þættir trúarbragða hafi komið á eftir hinum eðlislægu/vitsmunalegu/félagslegu.

Már Örlygsson - 22/03/05 13:42 #

Það má líta á olíufélögin sem lítið einangrað samfélag, þar sem sömu aðilar takast á áratugum saman, og átta sig á því að samvinna er hagkvæmari fyrir þá en sífellt samkeppnishark og baknag.

Fólk virðist að jöfnum höndum upplifa sig sem einstaklinga og hluta af samfélagsheild, og því er nokkuð eðlilegt að álykta að það valdi því að við höfum allt að því eðlislæga tilhneygingu til samvinnu og samhjálpar til að tryggja hagsumni samfélagssjálfsins síns -- upp að vissu marki.

E.t.v. er ástæðan fyrir því að mannskepnan virðist gera meira af þessu en önnur dýr, er að við eigum auðveldara með flókna og óhlutbundna hugsun, og höfum því tilhneygingu til að upplifa samfélagssjálfið í okkur í samhengi sem nær lengra en bara til nánustu fjölskyldumeðlima.

Matti Á. - 22/03/05 13:50 #

Það mætti semsagt færa rök fyrir því að samkeppni sé að einhverju leyti "ónáttúruleg" :-)

Annars fjallar bókin The Science of Good and Evil eftir Shermer nánar um þetta efni. Ég eignaðist bókina í desember en hef ekki enn klárað að lesa hana, bara flett henni. Sá fyrirlestur með Shermer þar sem hann fjallaði um þetta efni, helvíti heillandi!