Örvitinn

Reykingar mæðra og greind barna

Gyða benti mér á þessa frétt á mbl.

Ný rannsókn: Reykingar móður á meðgöngu draga úr greind á fullorðinsárum

Börn mæðra sem reykja á meðgöngunni hafa minni greind þegar þau verða fullorðin, samkvæmt niðurstöðum nýrrar, danskrar rannsóknar. ... Talið er á ástæðan fyrir þessu kunni að vera sú, að efni sem berast í líkama móðurinnar með reykingunum hafi áhrif á þroska miðtaugakerfis fóstursins með þeim hætti, að greind þess þróast síður.

Er ekki líklegri skýring á þessari fylgni sú að mæður sem reykja á meðgöngu séu vitlausari en þær mæður sem sleppa því og greindin (eða skorturinn á henni) gangi í erfðir.

Það er ekki eins og það séu nýjar fréttir að reykingar séu afskaplega óheppilegar fyrir fóstur.

Ýmislegt