Örvitinn

Bónus svindlar

Versluðum í Bónus í kvöld, svosem ekki í frásögur færandi, brjálað að gera í Smáranum og löng röð á öllum kössum.

En aftur á móti er verðkönnun Morgunblaðsins í dag frásögum færandi [bls. 24]. Þar kemur fram að Bónus eru ódýrastir. En aðalmálið er ekki verðkönnunin heldur það sem fram kemur í meðfylgjandi frétt. Þar er sagt frá því að starfsmenn Bónus stunda það að elta þá sem framkvæma verðkönnun þegar þeir eru í öðrum búðum og eru í beinu símasambandi allan tímann. Það þarf náttúrulega ekki að spá í því að á hinum endanum sitja aðrir starfsmenn Bónus fyrir framan tölvuna og lækka verð á þeim vörum sem verið er að kanna. Ekki er nóg með að starfmenn Bónus hafi elt morgunblaðsfólk í þetta skipti heldur kemur líka fram að þeir léku sama leik þegar ASÍ framkvæmdi verðkönnun um daginn. Starfsmenn Bónus stunda það reglulega að gera verðkannanir, en svo var ekki í þessu tilviki því þessir Bónusgaurar voru ekki með strikamerkjalesara sem notaðir eru í slíkum tilvikum.

Þetta finnst mér glæpsamlegt. Auðvitað eiga þessir aðilar að framkvæma kannarnir fyrst hjá Bónus fyrst þeir stunda þessi vinnubrögð. Það gengur ekki að láta þá komast upp með svona rugl. Vandamálið er að það hefur verið samkomulag um það á Íslandi að Bónus séu ódýrastir. Verslanir sem hafa verið að undirbjóða Bónus hafa mátt eiga von á því að missa afslætti hjá birgjum eftir hótanir frá Baug. Bónus eru alltaf ódýrastir en kunna ekki á samkeppni. Nú er komin samkeppni og þá þurfa þeir að svindla.

Ég ætla rétt að vona að þeir aðilar sem framkvæma verðkannanir hér á landi láti Bónus ekki komast upp með þetta. Byrji hjá Bónus og láti ekki starfsmenn sem Bónusgengið þekkir í sjón framkvæma könnunina.

pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 23/03/05 21:24 #

Áhugavert væri að senda einhvern svona undercover til að skoða í Bónus, síðan láta einhvern sem þeir þekkja fara í hinar búðirnar og síðan ljúka þessu með því að fara aftur í Bónus til að sjá hvort þeir hafi breytt verðunum.

Binni - 23/03/05 22:23 #

Mér finnst líka athyglisvert að þú skulir setja þetta í flokkinn pólitík. Það rifjar upp lætin í kringum fjölmiðlalögin. Bónus hefur víða tögl og hagldir í samfélaginu.

Matti Á. - 23/03/05 23:29 #

Það var nú bara flokkunarvandamál :-) Setti þetta fyrst undir kvabb en fannst þetta eiginlega merkilegra en það. En Baugur er vissulega valdastofnun á Íslandi í dag.

Erna - 24/03/05 03:18 #

Héddna, af hverju í ósköpunum fórstu og verslaðirðu í Bónus í kvöld? Þú sem neytandi átt ekki bara að stóla á það að framkvæmendur verðkannana breyti hegðunarmynstri sínu. Svona grein ætti kannski líka að sjokkera þig nóg til að versla annars staðar, eh.. er það ekki? :D

Matti Á. - 24/03/05 11:40 #

Las moggann eftir að ég kom heim úr búðinni :-)