Örvitinn

Biskupinn er sannarlega lygari

Grundvöllur trúarinnar

Umræðan undanfarið um kristnifræðikennslu í skólum hér hjá okkur er angi af þessum sama meiði. Fámennur þrýstihópur vill rýma fræðslu um þá mikilvægu grunnstoð samfélagsins sem kristni er, út úr skólanum, í nafni mannréttinda og fjölmenningar.

Biskup virðist aðhallast þá stefnu að ef maður endurtekur lygina nógu oft verði hún að sannleika. Ekki nokkur þrýstihópur vill rýma fræðslu um kristni úr skólanum. Þetta veit biskup vel, en hann kýs að endurtaka lygina í nauðvörn sinni. Biskupinn er sannarlega lygari.

Ég lýsi eftir trúmönnum sem eru ánægðir með þessa prédikun og taka undir orð biskups. Vinsamlegast gefið ykkur fram.

Annars er ég ánægður að sjá hve taugastrekktur Biskup er orðinn í garð trúleysingja, ég lít á það sem viðurkenningu á starfi okkar.

kristni
Athugasemdir

Matti Á. - 29/03/05 10:57 #

Þessi könnun er áhugaverð, af öllum þeim trúmönnum sem lesa þessa síðu (en þeir eru nokkrir) er enginn sem tekur undir prédikun biskups. Þeir láta Björn Bjarnason og ritstjórn Fréttablaðsins um það.