Örvitinn

Vefþjóðviljinn

Þar fór álit mitt á þeirri síðu.

Lausn frjálshyggjuplebba við trúboði í skólum er að einkavæða skólana svo fólk geti farið með börnin sín í einkavædda skóla sem ekki stunda trúboð! Er ekki verið að snúa öllu á haus? Er það ekki sjálfsögð krafa að trúboð sé ekki stundað í skólum? Ekki að mati Vefþjóðviljans.

Mér finnst stundum gaman að lesa Andríki, en til dæmis þegar þeir fjalla um trúmál og reykingar gæti maður haldið að það væri verulega greindarskert lið sem skrifar á þessa síðu. Pistill dagsins er ekki beinlínis gáfulegur.

Hvernig stendur svo á því þessir sauðir eru ekki með aðgengilegar fastar vísanir á greinarnar. Óttalegt vesen að finna slíka vísun.

pólitík
Athugasemdir

Hjalti - 28/03/05 15:42 #

Ég held að það sé of langt gengið að missa allt álit á þessari síðu þó að þeir hafi leyft einhverjum fattlausum (miðað við skilning hans á umræðunni um kristinfræði) trúmanni að skrifa páskagrein.

Matti Á. - 28/03/05 15:46 #

Það er satt. Segjum bara að ég taki ekki mark á Vefþjóðviljanum þegar þeir skrifa um trúmál og reykingar :-)