Örvitinn

Væl fréttamanna RÚV

Vissulega er hægt að setja ýmislegt út á ráðningu útvarpsstjóra, en þetta væl fréttamanna tekur út fyrir allan þjófabálk.

Fréttamenn senda Alþingi ákall

Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri fréttastofu Útvarps, kom til starfa í morgun og hélt stuttan fund með fréttamönnum. Þar kom fram hjá honum, að hann ætlaði að gera vel við þá sem vildu starfa með honum en sagðist skilja og virða þá ákvörðun þeirra sem vildu það ekki og hættu störfum. Jafnframt greindi hann frá því, að hann hefði haft samband við nokkra menn og beðið þá að vera til taks ef núverandi fréttamenn legðu niður störf.

Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs en losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.

Þetta eru að mínu mati mjög eðlileg viðbrögð hjá Auðun miðað við hótanir starfsmanna fréttastofu RÚV undanfarið. Ef þeir ætla að hætta, þarf hann að sjálfsögðu að ráða einhverja aðra og það er ekkert nema eðlilegt að hann hafi samband við fólk af því tilefni.

Hvað eru það annað en hótanir sem frá starfsfólki hefur komið síðustu daga. Hafa þau ekki hótað að leggja niður vinnu, segja starfi sínu lausu og svo framvegis?

Djöfuls væl.

pólitík
Athugasemdir

Vésteinn - 01/04/05 13:53 #

Mér finnst að Auðunn ætti nú bara að sjá sóma sinn í að taka ekki þessu starfi, sem svo augljóslega er í óþökk undirmannanna, og sem svo augljóslega er ekkert annað en pólitískur framsóknarbitlingur handa flokksgæðingi.

Matti Á. - 01/04/05 13:57 #

Hvoru tveggja er rétt, þetta er í óþökk undirmanna og afar sennilega pólitísk ráðning. En getur verið að undirmenn þessara stofnunar séu orðnir full valdamiklir? Ég veit ekki, ég ætla ekki að reyna að réttlæta þessu ráðningu.

En mér finnst út í hött að kvarta undan þessum orðum Auðuns. Finnst hann sína töluverðan kjark með því að mæta á svæðið og standa sína plikt.

Vésteinn - 01/04/05 14:25 #

Þetta er náttúrlega bara spurning um orðaval. Er hann kjarkaður eða óforskammaður? Er hann að standa sína plikt eða sjúga sinn spena? Er hann að beita hótunum eða gera málamiðlunartilboð?

Ég veit ekki, ég held að fréttamennirnir hafi ágætt vit á þessu.

Matti Á. - 01/04/05 14:28 #

Ég veit ekki, ég held að fréttamennirnir hafi ágætt vit á þessu.
Eflaust - eða eru þeir bara óforskammaðir og að sjúga sinn spena :-)