Örvitinn

Inga María í afmælisboði

Rölti með Ingu Maríu í afmælisboð áðan, er í sex ára afmæli hjá stelpu sem er á sömu deild í leikskólanum. Við höfum verið að stressa okkur örlítið á þessu, Inga María er ekki með sama kjarkinn og Kolla. Þær hafa farið saman í tvö afmæli og þá hugsar Kolla dálítið um hana.

En þetta ætti að verða í góðu lagi, stelpuhópurinn kom og tók á móti Ingu Maríu þegar við mættum og ég ræddi við mömmuna, gaf henni númerið hjá mér ef eitthvað kæmi upp á, er ekki nema fimm mínútur að hlaupa yfir. Kolla var dálítið afbrýðissöm að fá ekki að fara í þetta afmæli en hún og mamma hennur eru í öðru barnaafmæli.

Þetta er eitt af því sem fylgir þessu blessaða foreldrahlutverki, maður er sífellt að stressa sig út af svona hlutum, oftast eru þær áhyggjur alveg óþarfar.

fjölskyldan