Örvitinn

Ég eldaði fisk

Í gær gerðist sá merkilegi atburður að ég eldaði fisk. Já, það er í frásögur færandi. Held það séu einhver ár, eflaust tvö, síðan það gerðist síðast. Eldaði steikta ýsu og steikta banana, sósu með lauk, beikon, sveppum, karrí og rjóma - hrikalega gott. Ætlaði að kaupa karfa en hann var ekki til. Mér finnst ekkert leiðinlegt að elda fisk, veit ekki hvernig stendur á því að ég nenni því aldrei. Málið er náttúrulega að elda fiskinn nógu lítið, ofeldaður fiskur er lítið spennandi, þannig á maður að hætta að steikja þegar fiskurinn virðist aðeins of lítið eldaður!

Þetta heppnaðist vel og matargestir voru ánægðir allir sem einn, tja litlu stelpurnar borðuðu reyndar ekkert rosalega vel en Áróra fékk sér ábót. Ætla að henda uppskriftinni hingað inn við tækifæri, er úr einhverjum af þessum uppskriftarmöppuklúbbum.

matur