Örvitinn

Ómerkilegt fólk dáið

Móðir Theresea, Díana prinsessa, Jóhannes Páll páfi. Poppstjörnur vorra daga, ómerkilegt fólk sem baðar sig í frægð, hræsnarar sjónvarpsaldarinnar. Heimurinn syrgir dauða þeirra eins og eitthvað verulega slæmt hafi gerst.

Hverjum er ekki drullusama þó þetta lið gefi upp öndina. Þetta er bara fólk eins og ég og þú. Það er ekki tilefni til að flagga í hálfa stöng eða væla á Péturstorgi þó gamalmenni hafi loks fengið að enda margra ára dauðastríð. Það gerðust tugþúsund atburðir í síðustu viku sem eru sorglegri en andlát einráðsins í Páfagarði.

Aðdáendur keppast við að gera veg þeirra sem mestan eftir andlátið en líta hjá því að þetta hyski bjó við munað sem 99.99999% jarðarbúa geta aðeins látið sig dreyma um. Forréttindarfólk sem baðaði sig í frægð. Í kastljósi í gær sagði kona frá því hvað Páfinn hafi haft mikla "nærveru" - jájájá. Karlinn gekk að þeim og blessaði fólkið, fór með einhverja frasa og lét sig hverfa. Það er ekki nærvera Páfans sem fólk fann fyrir, það er hin óttablanda virðing sem pöpullinn sýnir fræga fólkinu sem bærðist í hjarta hennar. Nærvera hennar, ekki hans.

Milljónir biðja fyrir Páfanum. Biðja fyrir fokkings Páfanum! Er ekki í lagi heima hjá fólki? Ef Gvuð væri til þyrfti varla að biðja hann um að gera vel við sérstakan erindreka sinn á jörðu! Nei, það kemst fátt nálægt því að vera jafn heimskulegt og að leggjast á hnén og væla í gussa um að hugsa vel um gimpið sitt.

Þetta lið var ekki merkilegt, það var frægt. Það gerði ekki góða hluti, það frontaði verkefni svipað og fræga liðið sem auglýsir morgunkorn. Það trúir því enginn að fræga fólkið sitji heima og framleiði morgunkorn. Það sama á við um andlit góðmennskunnar, þetta eru fígurur sem eiga að selja okkur ákveðna ímynd. Og það virkar.

Pope Carol's service

kvabb
Athugasemdir

Halldór E. - 05/04/05 12:12 #

Auðvitað er þetta fólk merkilegt, alveg eins og ég og þú. Það er nákvæmlega málið. Við erum öll hrikalega merkileg. Það er líka fullkomlega ástæða til að flagga í hálfa stöng á Péturstorginu þar sem páfi dó, alveg eins og það er ástæða til að flagga í hálfa stöng í Svarfaðardalnum þegar aldurhniginn bóndi deyr í dalnum. Það er enginn ástæða til að gera lítið úr þessu fólki.

Matti Á. - 05/04/05 12:19 #

Ef það væri bara flaggað á Péturstorgi. Það er flaggað úti um allt, nú síðast í Frakklandi. Þjóðhöfðingjar keppast við að lýsa yfir samúð og svo framvegis. Það er vælið á Péturstorgi sem ég skil ekki, fullorðið fólk skælandi útaf einhverri fígúru sem það tengdist ekki rassgat.

Það er merkilegt og oftast sorglegt þegar einhver manni tengdur deyr, einhver í samfélaginu sem maður lifir í. Þetta fólk er hluti af gervisamfélagi, platraunveru sem búið er að troða inn á fólk. Þess vegna vælir fólk þegar fígúrurnar deyja, það heldur að það hafi misst eitthvað - það telur sér trú um að það eigi að syrgja.

Ég held ég geri ekki lítið úr þessu fólki, set það bara ekki á stall. Sé ekki hvað er merkilegt við það. Sé ekki þörf á því að hver einasti fjölmiðill fjalli um þetta andlát á hverjum degi og gárungar keppist við að gera meira úr þessum manni en efni standa til. Sé ekki ástæðu til að senda fulltrúa Íslands í jarðarförina, sendum símskeyti og blómvönd.

Þetta var bara gamall einvaldur sem dó. Slíkt hendir, get over it.