Örvitinn

Leikurinn í kvöld

Þessi dagur er handónýtur, ég á svo erfitt með að hugsa um annað en leikinn í kvöld. Furðulegt hvað boltinn getur heltekið mann á svona stundum.

Ég er í senn stressaður og bjartsýnn. Juventus er náttúrulega með hrikalega öflugt lið og hafa fengið fá mörk á sig í Meistaradeildinni. Á sama tíma er Liverpool búið að vera í framherjavandræðum. En Liverpool hefur spilað vel í Meistaradeildinni, sérstaklega á Anfield þannig að ég hef trú á að þeir nái að vinna kvöld.

Mæti snemma á Players og naga á mér neglurnar!

boltinn
Athugasemdir

Jón Magnús - 05/04/05 21:37 #

Jæja þetta tókst, var sáttur við leikinn. Fannst okkar menn spila hrikalega vel í fyrri hálfleik en gáfu eftir þegar Juv. vaknaði.

Mér finnst þetta góð úrslit, sigur og síðan þarf bara að eiga góðan leik úti og þá förum við áfram :)

Matti Á. - 05/04/05 21:49 #

Já, það er ekki hægt að kvarta. Fyrsti hálftíminn var magnaður, það besta sem ég hef séð.

Það getur allt gerst í Tórínó.

Verð að koma því að hér í kommenti að ég er útreyktur eftir kvöldstund á Players, djöfull var þetta mökkað. Mikið hlakka ég til þess þegar búið verður að banna reykingar á þessum stöðum.

Kristján Atli - 06/04/05 08:37 #

Sammála Matti, ég elska stemninguna á Players en þar sem ég er með ofnæmi fyrir sígarettureyk (bókstaflega) þá reyni ég að fara þangað eins sjaldan og ég get. Fer einungis ef leikurinn er ekki sýndur á neinni íslenskri sjónvarpsstöð, enda er fáránlegt að vera non-smóker þarna inni.

Byrja yfirleitt þegar ég kem heim af Players eftir leik á því að afklæðast - meira að segja sokkarnir fá að fjúka - og troða öllu draslinu inn í þvottavél. Það er ekki líft með Players-fatnaðinn inní skáp eða svefnherbergi...