Örvitinn

Með fælni á heilanum

Æi, þetta er bölvað þvaður hjá Þorkeli, jafnvel þó einhverjum "agnostikum" finnist þetta snjallt. Enn ein afsökunin til að gera trúleysingjum upp fordóma og umburðarleysi. Það er ástæða fyrir því að fólk forðast trúmenn sem ofgreina kvikmyndir útfrá trúarlegum stefjum. Það er svo kjánalegt.

Sést best á því hversu marklaust þetta er að þeim trúleysingjum sem heimsækja (réttara sagt, heimsóttu) síður trúmanna og taka þátt í samræðum og rökræðum eru gerðar upp annarlegar hvatir, trúfælni. Er hin raunverulega fælni ekki fólgin í því að forðast það sem hræðir mann? Má ekki tala um sankallaða trúleysingjafælni hjá guðfræðingunum sem eru hættir að þora á Vantrú? (les: tala ekki við fólk um trú nema það sé með gráðu í guðfræði eða trúi á Gvuð). Þessir draumórar flestra trúmanna um að allir sem gagnrýna þá séu haldnir fordómum eru barnalegir og sýna gríðarlega fordóma þeirra.

Að allt öðru. Mér leiðist líka þegar ýjað er að því að ég sé með eitthvað á heilanum sem ég hef bara skrifað einn pistil um á þessa síðu nýlega. Jafnvel þó það sé ekki mikli alvara á bak við slíkt. Kommon, ég hef skrifað meira um mat en þetta ákveðna efni.

Ég er bara með eitt á heilanum og myndi taka pillur við því ef ég gæti!

efahyggja
Athugasemdir

Kristján Atli - 07/04/05 20:40 #

The God Simulator

Þetta er ótengt færslu þinni um grein Þorkels, en mér fannst ekki annað við hæfi en að sýna þér þennan tölvuleik. Hann er ansi vel gerður, einfaldur en skilur líka ekki mikið annað en sannleikann eftir.

Hvet þig til að spila hann nokkrum sinnum og prófa öll möguleg svör. :)

Matti Á. - 07/04/05 23:52 #

Snilldarleikur, verðskuldar Vantrúarvísun :-)