Örvitinn

Rebuild vesen lagað

Tók eftir því um daginn að það var aftur farið að taka heillangan tíma að setja inn athugasemdir á síðuna mína auk þess sem rss skráin var alltaf endurbyggð um leið.

Mod_rebuild viðbótin sem ég setti upp á sínum tíma og fékk svo síðar til að virka á að koma í veg fyrir slíkt og því ljóst að hún var hætt að virka. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðustu daga en gat ekki séð að neitt hefði breyst.

Var að skoða þetta í nótt og gerði textaleit að rebuild_indexes í öllum undirfolderum MT, sá þá að mt-blacklist viðbótin er að kalla á þessi föll og ég kveikti einmitt á henni fyrir Örvitann um daginn. Þar var orsökin semsagt fundin, mt-blacklist tekur alveg yfir ferlið þegar athugasemd er sett inn. Ég tók mt-blacklist úr sambandi og nú tekur aftur "bara" 30-40 sekúndur að setja inn nýja athugasemd. Lagaði reyndar líka mt-blacklist hjá mér þannig að ef ég set það aftur í samband ætti það að taka svipaðan tíma, en ég hef bara ekki átt í neinum verulegum vandræðum með athugasemdarspam, þannig að ég er ekki að stressa mig á þessu.

Í leiðinni lagaði ég tímastillingar á vélinni, tímasvæðið var rangt sem olli því að vefþjónninn skilaði vitlausum tímastimpli með öllum skrám, ég var því alltaf klukkutíma á eftir á klaninu. Reyndar virðist þetta vera enn í einhverju ólagi, tíminn kemur réttur frá apache en ekki í access_log. Kannski er þar verið að logga GMT á meðan rétt klukka er GMT+1.

movable type